Úrval - 01.08.1962, Side 133
LANGAÐI TIL TUNGLSINS
141
fyrirmynd og skiptir öllu i al-
heiminum í stóra höfuðflokka,
sem verða fjörutíu talsins. Allir
heimar mynda til samans einn
slíkan höfuðflokk, og höfuð-
skepnurnar eru dæmi um annan
slíkan flokk. Hverjum höfuð-
flokki gcfur hann nafn, sem er
aðeins eitt atkvæði. DE táknar
til dæmis höfuðskepnu. Hverjum
höfuðflokki er svo skipt í hæfi-
legan fjölda skilgreindra undir-
flokka. Það eru fjórar höfuð-
skcpnur: eldur, loft, jörð og vatn.
Vilji maður nú tala um fyrsta
undirflokk einhvers höfuðflokks,
þá bætir maður fyrsta samhljóða
stafrófsins við atkvæðið, sem
táknar höfuðflokkinn. Eldur
heitir því DEB.
Málið er síðan byggt upp eftir
þessu kerfi, og bókin hefur að
geyma fullkominn orðalista yfir
málið. Þar eru einnig textar sem
þýddir hafa verið á málið og
skrifaðir með hinu nýja stafrófi,
sem ekki er hægt að lýsa hér.
Það má teljast mjög eðlilegt, að
hann skuli velja sem fyrstu text-
ana Faðirvorið og trúarjátning-
una.
Þessi athyglisverða bók var
skrifuð og útgefin samkvæmt til-
mælum „Royal Society". En það
er elzta og virðulegasta brezka
vísindafélagið. Wilkins biskup á
einnig hlutdeild í heiðrinum af
stofnun þess.
Á 17. öld og 18. öld höfðu nv!nn
mikinn áhuga á Royal Society f
Svíþjóð, ásamt þeim viðfangscfn-
um, sem félagið fékkst við. Það
er crfitt að segja, hvort framlag
Wilkins hafi haft milil áhrjf í
Svíþjóð. Sænski 17. aldar ferða-
maðurinn Johan Gabriel Spar-
venfeldt þýddi að minnsta kosti
lítið trúarlegt fræðirit eftir Wilk-
ins á sænskt mál. En það var
aldrei prentað. Seinna minnist
Swedenborg á hin stærðfræði-
Iegu rit Wilkins, er hann talar
um Englandsferð sina, og kallar
hann þau „mjög snilldarleg".
Biskupinn í Chester kemur ó-
neitanlega einkeni'egrt fyrir sjóh-
ir sem vísindamaður miðað við
sérfræðinga og eldflaugasmiði
vorra tíma. En eklci skyldi ýkja
mismuninn. Hann bjó yfir þeim
eiginleika, sem mynda grundvöll
allra rannsókna, — hann var ó-
háður blindri trú á þá, sem vald-
ið höfðu á hinum ýmsu sviðum,
reiðubúinn til að gera ti’raunir
og leita nýrra leiða og bjó yfir
þeirri fullvissu, sem hann lýsir
á þennan hátt: „Viðleiíni fram-
tfðarinnar, byggð á starfi fyrir-
rennaía hennar, kann að geta
náð því háa marki, sem okkur
tókst ekki að ná“.