Úrval - 01.08.1962, Side 135
ÁÐ FÁST VIÐ ÓÐAN MORÐINGJA
143
hafði stokkið út úr bílnum, en
einhverra hluta vegna fundu þeir
ekki slóð hans. Þeir stóðu vörð
á öllum vegum og leituðu í bygg-
ingum svo hundruðum skipti, og
vopnaður lögreglumaður sat i
hverjum skólabíl. Þyrla og fjór-
ar litlar flugvélar sveimuðu lágt
yfir akurlendinu umhverfis
borgina. Útvarpsþulir minntu
fólk á að læsa örusgJega að sér
dyrum. Þeir i lögreglunni ótt-
uðust það mest, aS Palmer kynni
að Jeita heim á einhvern af-
skekktan bóndabæ í grenndinni
og myrða fjölskylduna í þvi skyni
að komast yfir bil.
Þegar leið á daginn gerðust
íbúar JerseyvilJe sífellt ótta-
slegnari og varari um sig. Undir
kvöldið voru öll skotvopn upp-
gengin í verzlunum. NoVkrar
fjölskyldur flýðu bændabýlin og
óku til borgarinnar, þar sem þær
tóku gistihúsherbergi á leigu
yfir nóttina. Og kona nokkur,
sem þóttist heyra eitthvert þrusk
niðri i kjaJlara, gataði alJt eld-
hússgóJfið hjá sér með stórgriprt-
skotum.
í litlu tigulsteinsbyggingunni,
þar sem skrifstofur Gorman Bros
Steypustöðvarinnar við Frank-
linsstræti voru til húsa, gekk
allt starf sinn venjulega gang.
En þegar Louis Gorman kom
heim um kvöldið, voru börn hans
og eiginkona mjög hrædd. Gor-
man, sem var rólegur og æðru-
laus maður, rúmlega fimmtugur
að aldri og gráhærður, reyndi að
draga úr hræðslu þeirra; kvað
Palmer aS öllum líkindum vera
kominn til Mexikó.
Samt sem áður svaf hann óró-
lega um nóttina. Hann reis úr
rekkju um fimmleytið, klæddi
sig og ók niður í borgina. Hann
kom við í veitingastofu, þar sem
hann drakk kaffi og ræddi við
tvo menn úr flokki, sem leitaö
hafði Palmers um nóttina. Um
sjöleytið stöðvaði Gorman bil
sinn úti fyrir steypustöðinni.
Tvo af steypubilstjórunum,
Charles Croeschel og tengdason
hans, Robert Cordes, bar að
um sama leyti.
Þegar Gorman stakk lyklinum
í sJtrána á útidyrahurðinni, komst
hann að raun um að hún var
ólæst. Hann skrifaði það á bak
við eyrað, að varJegast væri fyrir
sig að ganga úr skugga um það
á kvöldin að útidyrnar væru
læstar, er hann færi heim.
Gorman varð gengið inn i þvotta-
herbergið. Hann sá að glerrúð-
an í bakdyrunum hafði verið
brotin og krossviðarþynna sett
fyrir, en hann hugsaði sem svo,
að einhver af starfsmönnunum
hefði brotið rúðuna af sJysni
eins og alltaf gat komið fyrir.