Úrval - 01.08.1962, Síða 137
AÐ FÁST VIÐ ÓÐAN MORÐINGJA
145
gibbons gerði sem hann bauð.
William Kuehnel járnbrautar-
starfsmaður leit inn til að segja
Gorman frá því, að hann hefði
fengið sementsendingu með
flutningalest, og skipaði Palmer
honum einnig að setjast á gólf-
ið. Næstur varð Herschel And-
rews verkstjóri og síðan Darrell
Smith, flutningabílstjóri.
Ernie Pohlman var venju
fremur seint fyrir þennan morg-
un. Hann átti heima sex mílur
vegar fyrir utan borgina; þótti
fyrir þvi að skilja konuna eina
eftir heima hjá þrem börnum og
var nokkra stund að sýna henni
hvernig hún ætti að handleika
byssuna, ef með þyrfti. Honum
létti þvi í rauninni þegar hann
sá Palrner þarna; þá vissi hann
þó að hann þurfti ekki að óttast
um konuna og börnin.
Þegar Pohlman sagði sjálfur
til nafns, varð Palmcr að orði:
„Einmitt maðurinn, sem við bíð-
um eftir. Opnaðu peningaskáp-
inn.“
Pohlman lagðist á hnén
frammi fyrir skápnum, en læs-
ingin hafði lengi verið erfið við-
fangs. Hann sneri húninum, en
mistókst fyrsta tilraunin. Reyndi
öðru sinni en mistókst þá líka.
Palmer kallaði til hans í viðvör-
unartón. Og þegar Pohlman mis-
tókst enn, sagði Palmer: „Þú
færð enn einnar mínúlu frest.
Hafirðu þá elíki opnað skápinn,
ertu dauður maður.“
„Farðu þér hægt og rólega,
Ernie,“ sagði Gorman. „Mínúta
er nægur frestur."
Pohlman var náfölur og svita-
dropar stóðu á enni hans. Hann
gerði enn eina tilraun, fór að
öllu með gát og létti mjög þegar
hann heyrði smellinn sem gaf til
kynna að læsingin hefði opnazt.
Hann opnaði peningakassann
og hvolfdi- úr honum á gólfið,
en Palmer kinkaði kolli til
Kuehnel og sagði: „Taktu seði-
ana úr umslögunum, herra minn,
og komdu öllum peningunum
síðan fyrir í þessum pappirs-
poka þarna.“
Þegar Kuehnel .hafði gert eins
og fyrir hann var lagt, vék Gor-
man sér að Palmer. „Þú hefur
fengið allt, sem hér er að fá,“
sagði hann við Gorman. „Eftir
hverju ertu þá að biða?“
Palmer lézt elcki heyra spurn-
inguna. „Heyrðu kunningi,“
sagði hann við Gorman. „Skrif-
aðu á spjald, að skrifstofunni
verði lokað til klukkan eitt, og
settu það á rúðuna í götudyrun-
um.“ Það var svo að sjá sem
Palmer hefði dottið eitthvað
nýtt í hug.
Gorman skrifaði eins og fyrir
hann var lagt á ferhyrnt pappa-