Úrval - 01.08.1962, Side 139
AÐ FÁST VIÐ ÓÐAN MORÐINGJA
147
voru litlar líkur, atS Palmer tæk-
ist að hæfa hann skoti, og ef til
vill mundu þeir hinir geta not-
fært sér fátið sem á hann kæmi.
Nei, þaö var þýðingarlaust,
Palmer mundi hiklaust myrSa þá.
Gorman náði í kaðalreipið og
kleif niður stigann.
Þegar hann var kominn inn i
skrifstofuna, bauð Palmer hon-
um að binda þá, sem lágu á
grúfu á gólfinu. Kuehnel lá yzt-
ur í röðinni. Þegar Gorman batt
hendur hans á bak aftur, þóttist
Kuehnel vita að endalokanna
mundi ekki langt að bíða. „Ég
vissi að Palmer hafði í hyggju
að skjóta okkur alla.“
Palmer reyndi á hnútinn. „Þú
hnýtir laust, lagsmaður,“ sagði
hann. „Ef þú hnýtir ekki fast-
ara en þetta, skýt ég manninn
i hnakkann.“
Gorman hnýtti fastara. Röðin
koma að Fitzgibbons. „Það get
ég svarið,“ sagði Fitzgibbon
seinna, „að ég fann gólfið titra
við hjartslátt okkar sjö, sem lág-
um þarna á grúfu hlið við hlið.“
Gorman tók sér þaS nær en orð
fá lýst að verða að fjötra menn
sina þannig, svo Palmer gæti
skotið þá án þess þeir fengju
nokkurri vörn við komið.
Þegar Gorman hafði bundið
hendur Darrell Smith, mælti
Palmer: „Þrír bundnir, fjórir
e-ftir. Þegar þeir eru allir bundn-
ir, verð ég að skjóta þá alla i
hnakkann!" Þarna lágu þeir allir
hreyfingarlausir á gólfinu og
heyrðu dauðadóm sinn uppkveð-
inn. Biðu þess að hann yrði
framkvæmdur.
„Ég hef aldrei orðið óttaslegn-
ari á ævi minni,“ sagSi Gorman
seinna. „En ég gerði mér Ijóst
að eitthvað varð ég til bragSs að
taka. Ef ég réðist á Palmer,
mundi ég að öllnm líkindum fá
kúlu í höfuðið. Hlýddi ég hon-
um orðalaust, mundi ég fá kúlu
i höfuðiö engu aö síður — og þeir
allir sjö.“
Palmer sat á hækjum sér og
fylgdi hverri hreyfingu Gormans
með byssuhlaupinu. Á milli
þeirra voru nú um sjö fet, en
Gorman sá að ef hann fjötraði
fjórða manninn, mundi bilið á
milli þeirra lengjast. Hann varð
að finna eitthvert ráð til þess að
það styttist.
Gorman hafði veitt þvi athygli,
að í hvert skipti sem Palmer rétti
úr hnjánum beindi hann rifflin-
um rétt sem snöggvast upp á við,
áður en hann miðaði honum.
Mundi hann, ef á hann yrði ráð-
ist, fylgja venjunni ósjálfrátt og
gefa andstæðingi sínum þannig
færi á sér brot úr sekúndu —
eða mundi hann skjóta viðstöðu-