Úrval - 01.08.1962, Síða 147
IIITIjER ()(', ÞRIÐJA RIKIÐ
155
það. Hitler drottnaði nú yfir
Vín, „taugamiðstöð“ Mið-Evrópu
og liafði opnað sér hlið að Suð-
austur-Evrópu. Og aðstaða
Tékkóslóvalcíu var með öllu
vonlaus, þar sem hún var nú
umkringd herveldi Þjóðverja á
þrjá vegu. Tækifærið var of-
gott til þess að Hitler gæti látið
það ónotað. Austurriki hafði
reynzt auðunnin bráð.
Tékkóslóvakía, sem Hitler
var staðráðinn í að má af landa-
hréfinu, liafði orðið til við frið-
arsamningana eftir fyrri heims-
styrjöldina og var lýðræðisleg-
asta og bezt mannaða og mennt-
aðasta ríki Mið-Evrópu. En þjóð-
ernisminnihlutarnir höfðu skap-
að þar örðugt vandamál — þar
á meðal hinir svokölluðu Sudet-
er-Þjóðverjar, sem töldust 3,25
milljónir. Þeim leið að minnsta
kosti sæmilega, en þetta varð
Hitler kærkomin átylla til stöð-
ugra árása á stjórn Tékkóslóva-
kiu í ræðu og' riti; stjórn-
málaflokkur Sudeter-Þjóðverja
var gersamlega undir áhrifum
nazista, átökin fóru sífellt harðn-
andi og föstudaginn þann 20. maí
1938, var almennt búizt við því,
bæði í Prag' og Lundúnum, að
Hitler mundi ráðast inn í land-
ið þá um helgina. Tékkar svör-
uðu hótunum nazista með her-
væðingu, og uppnámið, sem
greip um sig bæði í Frakklandi,
Bretlandi og Rússlandi sýndi að
þessar þjóðir mundu staðráðn-
ar í að sýna Þjóðverjum í tvo
heimana, ef þeir heittu Tékkó-
slóvakíu nokkru ofbeldi.
Hitler dvaldist þessa helgi í
Berchtesgaden. í eitt skipti hafði
hann orðið að beygja sig, hann
var óður og ær af reiði, en þó
reiðastur fyrir það, að ásakanir
stórveldanna og Tékka höfðu við
rök að styðjast — hann hafði
einmitt þessa sömu helgi verið
að hugleiða innrásina i Tékkó-
slóvakíu í fyllstu alvöru. F.n nú
varð hann að taka þeirri niður-
lægingu að láta utanrikismála-
ráðuneytið tilkynna tékkneska
sendiherranum, mánudaginn 23.
mai, að Þjóðverjar hefðu ekki
i hyggju að beita þjóð hans
neinu ofbeldi.
Þjóðarleiðtogunum í Prag,
Lundúnum, París og Moskvu létti
— Hitler hafði neyðzt til að gera
sér Ijóst að yfirgangur hans yrði
ekki lengur þolaður. En þessir
stjórnmálamenn áttu það eftir að
kynnast foringjanum betur.
Hann var enn nokkra daga um
kyrrt í Obersalzberg og hefndar-
þorsti hans jókst stöðugl. Loks
kallaði hann saman herráðsfor-
ingja sina og tilkynnti þeim hina
örlagaríku ákvörðun: „Tékkó-
slóvakía skal máð af landabréfi
Evrópu“. Hann bætti því við, að
það skyldi verða i náinni fram-