Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 148
156
ÚR VAL
tíð, en í bréfi til Keitel hershöfð-
ingja var fram tekið að það yrði
í síðasta lagi þann 1. október
1938. Og við þá dagsetningu stóð
Hitler á hverju sem gekk og
hvaðan sem honum kom mót-
spyrna gegn þessari ákvörðun.
Sú mótspyrna sagði fyrst
alvarlega til sín innan hins innri
hrings — það var Ludwig Beck
herráðsforingi, sem beitti sér
fyrir henni. Hann sá fram á að
yfirgangur Hitlers mundi fyrr
eða síðar valda styrjöld, sem
iilyti að tortima þriðja ríkinu.
Þann 5. mai skrifaði hann von
Brauchitsch hershöðingja eins-
konar álitsgerð, þar sem hann
sagði fyrir gang málanna —
raunar bjóst hann við að Bretar
og Frakkar yrðu einbeittari og
franski herinn sterkari en raun
bar vitni siðar. En hann sá fram
á að Bretar, Frakkar og Sovét-
ríkin myndu sameinast gegn
Þýzkalandi og Bandaríkin sjá
þeim fyrir vopnum, og slíka
styrjöld gætu Þjóðverjar ekki
unnið vegna hráefnaskorts.
Smám saman gerði hann sér ljóst
að veldi nazista byggðist fyrst
og fremst á ofbeldi, harðstjórn
og spillingu. Hann kallaði æðstu
herforingjana á leynifund, en
þótt þeir væru honum sammála,
skorti þá kjark og þann 18.
ágúst lagði Beck fram lausnar-
bciðni sina. Hitler brást ekki
slægvizkan; lausnarbeiðni Beck
kom sér vel eins og á stóð, enda
varð hann við henni — lagði
bann við þvi að hennar væri
nokkurs staðar getið. Það er ekki
víst að atburðarásin hefði orðið
eins og hún varð, ef andstæðing-
ar þriðja ríkisins hefðu komizt
á snoðir um að óeining væri
rikjandi meðal æðstu manna
þýzka hersins.
Tæpum mánuði síðar, eða
þann 12. september, réðist Hitler
með hamslausum ofstopa á
Tékka á fjöldafundi á íþrótta-
vellinum í Núrnberg. Áhrifin
létu ekki heldur lengi á sér
standa. Hinar taumlausu ásak-
anir Hitlers kveiktu uppreisnar-
bál í héruðum Sudeter-Þjóð-
verja, sem Tékkum tókst þó að
slökkva að nokkru eftir tveggja
daga harðvítuga baráttu, og voru
héröðin lýst í hernaðarástand.
Franska stjórnin sat daglangt
á fundi, án þess þó að hún gæti
orðið sammála um hvort Frakk-
ar ættu að standa við varnar-
skuldbindingar sínar við Tékka,
er Þjóðverjar hæfu innrásina,
sem alit benti til að yrði þá og
þegar. Um kvöldið kallaði Dala-
dier forsætisráðherra brezka
sendiherrann á sinn fund og
tjáði honum þá ósk sína að
brezki forsætisráðherrann, Ne-
ville Chamberiain, hefði sam-
band við Hitler eins fljótt og