Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 150
158
ÚR VAL
kíu, en það kom ekki heim við
áætlanir hans, að styrjöldin
breiddist út til Balkanlandanna.
Þó voru þær fréttir alvarlegast-
ar, sem Hitler bárust frá her-
málasérfræðingi þýzka sendi-
ráðsins í Paris, að hervæðing
Frakklands mætti brátt kallast
alger. „Geri ég ráð fyrir að 65
herfylki hafi verið flutt að landa-
mærum Þýzkalands þegar á 6.
degi hervæðingarinnar.“ Ekki er
vitað hvort Hitler barst njósn
um að öllum brezka flotanum
var sent herboð þetta sama
kvöld. Og klukkan 12 daginn
eftir var útrunninn sá frestur,
sem hann hafði sett í málinu.
Klukkan 10,30 barst Chamber-
lain orðsending frá Hitler, svo
hófleg að brezki forsætisráð-
herrann lét blekkjast til að grípa
eftir hálmstráinu — í svari sinu
kvaðst hann þess fullviss að
Hitler mundi fá óskir sínar upp-
fylltar, án styrjaldar eða frests.
Nokkrum mínútum áður en úr-
slitafresturinn var útrunninn
sendi Hitler svo æðstu mönnum
Bretlands, Frakldands og Ítalíu
boð til ráðstefnu í Múnchen -—
en Tékkum var ekki gefinn
kostur á að vera viðstaddir, þeg-
ar dauðadómurinn yfir þeim
yrði upp kveðinn.
Chamberlain gerði hlé á ræðu
sinni í brezka þinginu og til-
kynnti boðskap Hitlers, sem
tekið var með slíkum fagnaðar-
ærslum, að þess eru engin dæmi
í sögu þeirrar stofnunar. „Guði
sé lof fyrir forsætisráðherrann,“
heyrðist hrópað, en Jan Masa-
ryk, sonur þess manns, sem
kalla mátti föður Tékkóslóvakiu,
stóð á áheyrendiapöllunum —
hann var þá sendiherra þjóðar
sinnar i Lundúnum —- og átti
erfitt með að átta sig á slíkum
viðbrögðum.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja hver varð árangurinn af
ráðstefnunni i Múnchen. Klukk-
an nokkrar mínútur yfir eitt,
þann 30. september, undirrit-
uðu þeir Hitler, Mussolini, Dala-
dier og Chamberlain hinn ill-
ræmda samning, sem heimilaði
Hitler að halda inn i Tékkó-
slóvaldu þann 1. október —
einmitt þann dag, sem hann
hafði áður ákveðið og taka
Sudeter-héruðin herskildi. Hit-
ler hafði fengið vilja sínum
framgengt, en Chamberlain var
hylllur eins og sigurvegari,
þegar liann kom aftur heim til
Lundúna. „Vinir mínir,“ ávarp-
aði hann fagnandi mannfjöld-
ann. „Þetta er í annað skiptið,
sem friður með heiðri er sóttur
frá Þýzkalandi til Downing
Street. Ég hygg að okkar kynslóð
sé þar með tryggður friður.“
Á landsvæði því, sem Tékkar
voru þannig neyddir til að láta