Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 151
HITLER OG ÞfílÐJA fíÍKIÐ
159
af hendi við Þjóðverja, voru hin
miklu virki þeirra, sem ef til vill
mynduðu sterkustu varnarlínu í
Evrópu. Því hefur verið haldið
fram, að Miinchensamningurinn
hafi veitt Bandamönnum tveggja
ára frest til að vigbúast. Churc-
liill fullyrðir hins vegar — og
þar munu flestir meiri háttar
hernaðarsérfræðingar vera hon-
um sammála — að það hafi ein-
mitt verið þýzki nazistaherinn,
en ekki herir Bandamanna, sem
græddi mest á þeim fresti. Þjóð-
verjar mundu ekki hafa getað
staðizt herjum Breta, Frakka og
Tékka snúning um það leyti, sem
samningurinn var gerður — þótt
Rússar hefðu ekki veitt þeim
neina aðstoð.
Og samt sem áður olli Múnch-
ensamningurinn Hitler nokkr-
um vonbrigðum. Fyrir hann
dróst það á langinn að sú von
hans mætti rætast að hann gæti
„máð Tékkóslóvakíu af landa-
bréfi Evrópu“.
„Fjendur okkar eru vesælar
pöddur,“ sagði hann siðar. „Ég
kynntist þeim í Múnchen.“
Hann kvaðst líka strax i upp-
hafi hafa séð að hann gæti ekki
látið sér nægja Sudeter-héruðin.
„Það var aðeins bráðabirgða-
lausn,“ sagði hann. Og undir-
ritun samninganna var varla
þornuð, þegar hann var farinn
að vinna að „endanlegri lausn“.
Með undirróðri og áróðri annars
vegar og ofbeldishótunum hins
vegar stefndi liann að því að
skapa slíkan glundroða í þessu
aflimaða grannriki sínu, að þar
kæmi til óeirða og átaka, svo
hann gæti fengið átyllu til að
senda hersveitir inn i landið i
þvi skyni að koma þar á röð og
reglu. Forsetinn, dr. Emil Hácha,
aldraður og þreyttur maður, hélt
ásamt utanríkismálaráðherra
sínum til Berlínar, á fund Hitl-
ers, og bað hann miskunna þjóð-
inni. Hitler svaraði þeirri bæn
með því að beita hann allt að
því líkamlegu ofbeldi, unz hann
bugaðist og undirritaði „sátt-
mála“, þar sem hann lagði öll
örlög þjóðarinnar i hendur
þýzku nazistunum. Klukkan 6
að morgni þess 15. marz héldu
þýzku hersveitirnar inn í Bæ-
heim og Mæri, mótspyrnulaust,
og Hitler hóf litlu síðar sigur-
för sina inn i Prag.
En nú gerðist það, að Cham-
berlain vaknaði við vondan
draum. Þann 17. marz flutti
hann ræðu i brezka þinginu,
sem sýndi og sannaði að nú lét
hinn aldni, brezki stjórnmála-
maður ekki lengur blekkjast.
Hann sá hvert stefndi og kvað
Breta ekki orðna svo þróttlausa,
að þeir létu slíkt viðgangast. Og
þann 31. marz — sextán dögum