Úrval - 01.08.1962, Page 152
160
URVAL
eftir sigurför Hitlers inn i Prag,
lýsti Chamberlain yfir því, að
brezka stjórnin teldi sig skuld-
bundna til að veita Pólverjum
alla aðstoð, ef til þess kæmi að
sjálfstæði þeirri yrði ógnað.
Hiller hittir fyrir jafnoka sinn.
Svo ofsareiður varð Hitler,
þegar hann frétti af þessari
yfirlýsingu Chamberlains, að
liann hræddist sjálfan sig. Hann
lét taka upp á hljómplötu ræðu,
sem hann hafði afráðið að flytja
í útvarpið, svo hann gæti endur-
skoðað hana — og samt sem
áður gat hann ekki stillt sig um
að hafa í hótunum við Pólverja
og Breta, enda þótt hann spilaði
venju samkvæmt á strengi frið-
arins og lýsti yfir því í lokin,
að Þjóðverjar mundu ekki ráð-
ast á neina þjóð. Ilið eiginlega
svar Hitlers við ræðu Chamber-
lains barst æðstu herforingjun-
um þann 3. apríl í leyniboðskap,
þar sem hann bauð að undir-
búningi að innrásinni í Pólland
skyldi hraðað, svo unnt yrði að
hrinda henni í framkvæmd fyr-
irvaralaust, hvenær sem væri
eftir þann 1. sept. 1939.
Þann 7. apríl sendi Mussolini
hersveitir sínar inn í Albaniu.
Þann 13. april kom mótleikur
Breta og Frakka, er þeir ábyrgð-
ust sjálfstæði Grikklands og
Rúmeniu. Þannig' skýrðust lin-
urnar óðum. Þýzku hershöfð-
ingjarnir höfðu ekki mikið álit
á hernaðarmætti ítala, en Hitler
krafðist þess samt að gert yrði
hernaðarbandalag við þá. Musso-
líni var tregur til, en lét loks
undan og var samningurinn
undirritaður þann 22. maí. Þar
með batt hann örlög sín örlög-
um Hitlers, og það átti eftir að
reynast honum afdrifaríkt.
Daginn eftir kallaði Hitler
æðstu menn hersins á sinn fund
og tilkynnti þeim formálalaust,
að nú yrðu ekki flelri sigrar
unnir án blóðsúthellinga —
strið væri óumflýjanlegt. Samt
sem áður gerði afstaða Breta
hann hikandi og hvikráðan,
fyrst og fremst vegna þess að
hann skildi hana ekki. Þannig
var það unz yfir lauk.
Þjóðverjar urðu að fá meira
svigrúm, meira ,,Lebensraum“,
til þess að geta leyst efnahags-
vandamál sín. Það svigrúm gátu
þeir einungis fengið með því að
ráðast á aðrar þjóðir og leggja
undir sig lönd þeirra, og þess
vegna urðu þeir að ráðast á Pól-
verja við fyrsta tækifæri. En
um leið urðu þeir að forðast að
Vesturveldin létu þá til skarar
skríða. Þetta kvað Hitler helzt
framkvæmanlegt með leiftur-
sókn, þannig að Pólverjar yrðu
gersigraðir á svipstundu svo að