Úrval - 01.08.1962, Síða 153
HITLER OG ÞRIÐJA RÍKIÐ
161
segja — þá myndu Vesturveldin
hika viS að leggja út i styrjöld
þeirra vegna.
Þjóðverjar lögðu nú allt kapp
á að auka vigþúnaS sinn. Engu
aS síSur var Ijóst, að þeir gátu
seint eSa aldrei orðiS svo sterk-
ir hernaSarlega, að þeir mættu
bera'sigurorð af Bretum, Frökk-
um og Rússum, auk Pólverja.
Þess vegna var allt undir því
komið, að þeim tækist að koma i
veg fyrir að Rússar og Vestur-
veldin gerðu nokkurt bandalag
með sér.
Hitler hafði ástæðu til að
kvíða afstöðu Rússlands. Þann
23. júlí höfðu Frakkar og Bretar
tekið boði Sovétstjórnarinnar
um hernaðarlegar viðræður
varðandi sameiginlegar varnar-
ráSstafanir gegn herveldi Ilitl-
ers. En Vesturveldin höfðu ekki
milda trú á hernaðarmætti
Sovétrikjanna og fóru sér hægt
— sendinefndir þeirra lögðu af
stað með skipi frá Leningrad
þann 5. ágúst og komu til
Moskvu þann 11. ágúst. En þá
var allt um seinan — Hitler
hafði þá þegar undirbúið þær
samningaumleitanir við Rússa,
sem leiddu til hins fræga ekki-
árásarsamnings milli hins naz-
istiska Þýzkalands og kommún-
istiska Rússlands. Stalin lét engu
að síður halda áfram viðræðum
við sendinefndir Frakka og
Breta þangað til á síðustu
stundú.
Þegar samningurinn hafði ver-
ið undirritaður, treysti Hitler
því, að Bretar og Frakkar myndu
viðmælanlegri eftir — hann
bauðst meira að segja til að gera
svipaðan samning við Breta sem
þó átti að vera háður þvi skil-
yrði, að hann tæki ekki gildi
fyrr en „þýzk-pólska vandamál-
ið“ hefði verið leyst.
Þann 1. september réðust
þýzku nazistasveitirnar inn i
Pólland og sóttu til Varsjá úr
norðri, suðri og vestri. Þegar
Hitler lýsti þvi yfir í þvzka rík-
isdeginum, að styrjöld væri haf-
in, var hrifning þingmanna mun
minni, en hann hafði gert ráð
fyrir. Þann 3. september sögðu
Bretar og Frakkar Þjóðverjum
stríð á hendur og um kvöldið
sökkti þýzkur kafbátur farþega-
skipinu „Atlienia" um 300 sjó-
mílum vestur af Hebrides. Önnur
heimsstyrjöldin var hafin.
Leiftursókn hinna vélbúnu,
jjýzku liersveita að Varsjá, tákn-
aði tímamót í sögu hernaðar-
tækninnar. ÞaS lá við sjálft að
Rússar, sem alltaf höfðu ætlað
Þjóðverjum bróðurpartinn af
erfiöinu, yrðu of seinir á vett-
vang til þess að geta krafizt sins
hluta af ránsfengnum. En Stalin
kunni ráð til að réttlæta „lik-
ránið“. Hann fékk Þjóðverja til