Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 154
162
ÚRVAL
að samþykkja yfirlýsingu þess
efnis, að þeir og Rússar hefðu
gert með sér bandalag um að
veita pólsku þjóðinni alla að-
stoð til að skapa sér nýja að-
stöðu sem stjórnmálaleg heild.
Óhugnanlegra fals hefur víst
aldrei sézt á opinberu millirikja-
plaggi. Það leyndi sér svo sem
ekki, að þar var meistari að
verki. Hitler hafði hitt þar fyrir
jafnoka sinn.
Þar með var Pólland máð af
Evrópukortinu eins og Téltkó-
slóvakía, en að þessu sinni hafði
Hitler notið aðstoðar þess aðila,
sem löngum hafði hrósað sér af
því að vera verndari lcúgaðra
smáþjóða. Og þessi aðili lét
Hitler um að framkvæma verkið,
en hirti sjálfur mestan ávinn-
inginn. Rússnesku herirnir
höfðu varla hleypt af skoti, en
hlutu þó helming landsins að
herfangi. Og ekki nóg með það,
heldur var Þjóðverjum þar með
lokuð leið inn í baltisku löndin,
sem Rússar höfðu nú í greip
sinni, lokuð leiðin að hveitiökr-
um Ukrainu og oliulindum
Rúmeníu — Stalin hafði meira
að segja tekið oliulindirnar
pólsku með i skiptunum. Tækist
Bretum að hefta alla aðflutn-
inga til Þýzkalands sjóleiðina,
hafði Stalin þar með líf þriðja
ríkisins í hendi sér. Og hann
vissi sem var, að hann gat sett
Hitler kostina, þrátt fyrir hið
ótrúlega hernaðarafrek Þjóð-
verja á Póllandi. Hitler vildi
allt til þess vinna, að Stalin
veitti Vesturveldunum ekkert
liðsinni, en treysti honum hins-
vegar ekki um skör fram.
Fall Frakklands.
Á vesturvígstöðvunum bar fátt
til tíðinda. Þar hafði vart verið
hleypt af skoti af byssu. Franski
landherinn — öflugasti her í
heimi — stóð í höm bak við
virkisveggi úr stáli og stein-
steypu andspænis aðeins 26
þýzkum herfylkjum og hafðist
ekki að meðan tími var til. Það
hik varð Bandamönnum dýrt.
Þann 9. apríl 1940, kl. 5,15
— nákvæmlega einni stundu fyr-
ir dögun — afhentu þýzku sendi-
herrarnir í Kaupmannahöfn og
Osló viðkomandi ríkisstjórnum
úrslitakosti, eins konar skipun
um að þiggja „vernd þýzka
ríkisins“. Danir megnuðu ekki
að veita neina mótspyrnu. í
rauninni var þess ekki heldur
að vænta af Norðmönnum, en
þar hlaut þýzki herinn þó aðr-
ar móttökur. Og þótt hið hetju-
lega viðnám þeirra væri brotið
á bak aftur, hafði það sína þýð-
ingu. Hernám Danmerkur og
Noregs var mikilvægur sigur
fyrir Þjóðverja og bætti víg-
stöðu þeirra ótrúlega, en barátt-