Úrval - 01.08.1962, Side 156
164
ÚR VAL
Vopnahléssamningarnir voru
undirritaðir þann 21. júni — og
til þess að auðmýkja Frakka
sem mest, hafði Hitler látið
flytja járnbrautarvagn þann,
sem vopnahléssamningarnif
voru undirritaðir i þann 11. nóv.
1918, á þann sama stað og þá.
Þar voru vopnahléssamningarn-
ir síðan undirritaðir — en járn-
brautarvagninn siðan fluttur á
safn i Þýzkalandi. Áður hafði
hann verið geymdur á frönsku
safni, sem tákn um sigur Frakka
og bandamanna þeirra yfir Þjóð-
verjum í fyrri heimsstyrjöld-
inni.
Leifturstríðskenning þýzku
leiðtoganna virtist ætla að
standast — Pólland fallið,
Danmörk, Noregur, Holland og
JBelgia hernumin lönd, Frakk-
land fallið . . . á nokkrum mán-
uðum.
„Vernda mig fgrir vinum
mínum . . .
Þýzki herinn var ómótmælan-
lega sú sterkasta vígvél, sem enn
hafði verið beitt í styrjöld. Þeg-
ar nazistaleiðtogarnir fullyrtu
það í áróðursræðum sínum, að
hann væri ósigrandi, er ástæða
til að ætla að þeir hafi trúað
þvi — og ekki einungis þeir og
þýzka þjóðin, heldur og fjöldi
manna af öllu þjóðerni og um
allan heim.
Bretar trúðu því þó ekki. Þeir
trúðu því, að þeir mundu vinna
þessa styrjöld, eins og allar
aðrar þær styrjaldir, sem þeir
hafa verið við riðnir. Án þeirr-
ar trúar er harla líklegt að þeir
hefðu beðið ósigur; brotnað að
viljaþreki fyrir hinum ægilegu
loftárásum þýzka flughersins á
brezkar borgir, þar sem tugþús-
undir féllu af almenningi og
hundruð þúsunda særðust. Jafn-
vel Churchill mundi ekki hafa
getað talið þrek og kjark í þjóð-
ina, þrátt fyrir alla sina mælsku
og sannfæringu, ef sú trú hefði
ekki verið fyrir hendi.
Þótt einkennilegt kunni að
virðast, hófust þessar nætur-
árásir þýzka flughersins á
Lundúnir og aðrar brezkar borg-
ir eiginlega fyrir misskilning.
Misskilning á mistökum væri
kannski réttast að kalla það.
Þýzkir flugmenn, sem sendir
voru til að varpa sprengjum á
olíugeyma og flugvélaverksmiðj-
ur í útjaðri borgarinnar að
kvöldi 23. ágúst, misstu marks
fyrir slæmt skyggni, spneng§-
urnar lentu í miðri borginni,
eyðilögðu nokkur hús og urðu
fólki að bana. Bretar hugðu þetta
með vilja gert og sendu flug-
flota kvöldið eftir til að varpa
sprengjum á Berlín. Þó það
væru ekki nema 40 flugvélar af
81, sem komust alla leið yfir