Úrval - 01.08.1962, Page 158
160
ar tók þýzki herinn einnig allar
mikilvægar stöSvar í Búlgariu
á sitt vald. Júgóslavar reyndust
Hitler óþægur ljár í þúfu —
þegar stjórnin hafði loks látið
til leiðast að gera bandalag við
hann og balkönsku lepprikin,
var stjórninni kollvarpað með
hyltingu. Hitler varð viti sínu
fjær af reiði og bauð að mót-
spyrna þeirra skyldi brotin á
bak aftur með miskunnarlausri
hörku — og um ieið g'af hann
út þá leyniskipun, sem vafa-
laust hefur orðið honum ör-
lagaríkust, að innrásinni í Rúss-
iand skyldi seinkað um mánuð.
Þessi mánuður skar úr um það,
að þýzku herirnir náðu aldrei
til Moskvu . . .
Rússneski herinn veitti ekki
teljandi mótspyrnu, þegar hin
„ósigrandi" vélbúnu herfylki
Þjóðverja brunuðu inn fyrir
landamærin, sunnudagsmorgun-
inn þann 22. júní. Næstu dag-
ana voru tugþúsundir Rússa
teknir til fanga og heil herfylki
umkringd og upprætt. Þegar
leið að hausti taldi Hitler raun-
verulega að Rússar væru sigrað-
ir og aðeins tímaspurning hve-
nær tvær mikilvægustu borgir
þeirra, Leningrad og Moskva,
féllu fyrir innrás þýzka hers-
ins. En þegar til kom reyndist
einhver skekkja í reikningunum.
Það virtist einu gilda hve mörg
ÚRVAL
rússnesk herfylki voru upprætt,
alltaf ltomu jafnmörg í staðinn,
enn betur hergögnum búin. Þeg-
ar til kom, vissi Hitler ekki held-
ur hvert hann átti að einbeita
sókninni. Hann vildi komast
yfir hveitilönd Ukrainu, olíu-
lindir Kákasus, leggja Lenin-
grad í rústir og talca Moskvu
herskildi. Fyrir það dreifðist
sóknin, þrátt fyrir mótmæli her-
foringjanna. Orrustunni um Kiev
lauk þann 26. sept. og samkvæmt
uplýsingum Þjóðverja voru 665.
000 rússneskra hermanna tekn-
ir þar til fanga — mesta orrusta
sögunnar, fullyrti Hitler. Nú var
haustveðráttan farin að segja til
sín, og áður en langt um liði
mátti gera ráð fyrir að allir
vegir yrðu ófærir sökum aur-
bleytu. Þá loks lét Hitler undan
kröfum hershöfðingja sinna og
lét hefja sókn til Moskvu 2. okt-
óber. Þann 20. október áttu
framsveitirnar aðeins 40 mílur
ófarnar að borgarmúrunum.
En nú tók að hellirigna. Skrið-
drekarnir og önnur vélknúin
farartæki sukku i aurinn og sátu
föst nokkrar mílur frá höfuð-
borginni rússnesku. Nokkrum
dögum síðar var komin hríð og
hörkufrost. Enn brauzt hinn
ósigrandi her áfram, en nú varð
skömm hveir dagletiðín. Loks
áttu skriðdrekahersveitirnar
ekki nema 20—30 milur ófarn-