Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 159
HtlTLER OG ÞRIÐJA RÍKIÐ
167
ar. Framsveitirnar komust inn í
úthverfin en voru hraktar þaö-
an. Lengra inn i Moskvu komst
þýzki herinn aldrei . . .
Og nú átti hinn ósigrandi,
þýzki her þeim fjanda að mæta,
sem áöur fyrr gekk milli bols og
höfuðs á hinum ósigrandi her
Napoleons —- rússneska vetrin-
um. Það var eingöngu hörku og
þrákelkni þýzku hermannanna
að þakka, að ])eir lijörðu þó af
veturinn. En mistökin voru ör-
lagarík —• þýzka hernum hafði
hvorki auðnazt að taka Lenin-
grad, Moskvu né Iíákasus og
hinar mikilvægu leiðir til Bret-
lands og Bandarikjanna stóðu
Riissum enn opnar. Þó var það
ef til vill örlagarikast, að nú
trúði því enginn lengur, nema þá
kannski Hitler, að þýzki herinn
væri ósigrandi.
Þann 7. des. 1941, gerðu jap-
anskar sprengjuflugvélar árás á
bandaríska flotalægið Pearl Har-
bour, og breyttist þá Evrópu-
styrjöldin í heimsstyrjöld. —-
Hitler fagnaði árásinni; Roose-
vclt var honum á allan liátt and-
vígur og Bandarikjamenn höfðu
að undanförnu gert Þjóðverjum
margan miska. Þann 11. des.
sögðu Þjóðverjar Bandaríkja-
mönnum formlega strið á hend-
ur. Hitler átti þvi nú við að berj-
ast þrjú mestu iðnaðarveldi
heims. Auk þess höfðu þessi þrjú
stórveldi mun meiri mannafla
á að skipa en möndulveldin
þrjú —• og það gat hæglega ráð-
ið úrslitum, er til lengdar lét.
Hitler undirbjó nú nýja sókn
á Rússlandi þegar voraði. Þýzku
herirnir þar guldu mikið afhroð
um veturinn, bæði á mönnum
og hergögnum, en þrákelknin og
harkan lét ekki að sér hæða.
„Ef ég næ ekki valdi á olíulind-
unum i Ivákasus að sumri, er
sjálfsagt að hætta styrjöldinni,“
sagði Hitler. Hefði honum tek-
izt það, var sjálfsagt fyrir Rússa
og Bandamenn að hætta styrj-
öldinni. Þegar vora tók, gekk
Hitler margt í hag. Rommel hers-
höfðingi vann fræga sigra i
Norður-Afríku, og i júnílok,
1942, náði hann að E1 Alamein,
65 mílur frá Níl — en hafði þá
ekki yfir að ráða nema 13 bar-
dagahæfum skriðdrekum, en
Hitler hafði allan hugann við
Rússland, og neitaði honum um
liðsstyrk og hergögn. Rúmlesta-
tala slcipanna, sem þýzku kaf-
bátarnir sökktu fyrir Banda-
mönnum um sumarið, nam 700,
000 á mánuði.
En sóknin til Kákasus gekk
seint og orrustan um Stalingrad
harðnaði stöðugt, Rommel varð
að hörfa í Norður-Afríku fyrir
ofurefli Breta. Innan skamms
háði Paulus hershöfðingi von-
lausa baráttu í Stalingrad, en