Úrval - 01.08.1962, Síða 160
1(38
ÚR VAL
Hitler neitaði algerlega beiðni
han um að mega brjótast úr
herkvínni og bjarga því, sem
bjargað varð. Þegar vetrarhörk-
urnar gengu enn í lið með Rúss-
um gátu örlög 6. hersins þýzka
ekki orðið nema ein, og réði
heimskuleg þrákelkni Hitlers að
þar féll 285,000 manna einvala-
lið, eða var tekið til fanga, en
mikið hergagna féll í hendur
Rússum. Eftir það liallaði stöð-
ugt undir fæti fyrir þýzka hern-
um, þýzku leiðtogunum — og
sjálfum foringjanum. En þó
fyrst og fremst þýzku þjóðinni.
Furðu djúpt sokkið.
Þótt ógnarstjórn nazista yrði
blessunarlega skammlíf, tókst
henni að draga þýzku þjóðina
óhugnanlega langt niður á við
i þeirri brekku, sem allar menn-
ingarþjóðir------og þar á meðal
hún — hafa sótt á öldum sam-
an. Mihjónum saman var heið-
arlegt og vel menntað fólk,
karlar og konur, sem ekkert
höfðu til saka unnið, tekið til
þræla; milljónir karla og kvenna
urðu að þola pyndingar og mis-
þyrmingar í fangabúðum, og
milljónir manna — þar á meðal
4.000.000 Gyðinga — teknar af
lífi á hryllilegasta hátt eða svelt-
ar til bana, samkv. kaldhugsaðri
áætlun, sem öll þjóðin í heild
stóð að að framkvæma. Og mik-
ill meirihluti þjóðarinnar lifði
sæil og stoltur i heirri trú að
Þjóðverjar væru til þess kjörnir
af æðri máttarvöldum, að gerast
„herraþjóð“ Evrópu, sem hinar
óæðri þrælkuðu undir, sam-
kvæmt vísindalegu nýskipulagi.
í septemberlok 1944, voru
7,500,000 útlendingar í vinnu-
þrælkun hjá nazistum, lmngrrð-
ir, kiæðlitlir, barðir eins og
skepnur. Brezkir og bandarisk-
ir stríðsfangar sættu kannski
þolanlegri meðferð yfirleitt —-
en með þá rússnesku var farið
eins og skepnur og þeir mvrtir
hópum saman.
í þrjú ár höfðu þýzku her-
irnir hvarvetna sótt fram til
sigurs. Þetta breyttist sumarið
1942, Jiá tóku Bandamenn frum-
kvæðið. Snemma í maímánuði
var þýzki herinn í Norður-Af-
ríku neyddur til uppgjafar og
þann 10. júlí gekk brezk-banda-
riksur her á land í Sikiley. ítal-
ir voru ekki ýkja sigurstrang-
legir heima fyrir; Hitler barst
von bráðar sú frétt, að ítaiski
herinn væri í algerri upplausn
og Jaann 25. júlí var Mussolini
kallaður á konungsfund, sviptur
einræðistigninni, sem hann hafði
borið í tvo áratugi, og fluttur
á lögreglustöðina i sjúkrabil, án
l^ess fasistar hans gerðu minnstu
tilraun til að bera skjöhl fyrir
gamla manninn, sem nú var orð-