Úrval - 01.08.1962, Side 162
170
ÚRVAL
um að visu mjög á óvart, og
hefði getaS reynzt heim hættu-
leg, ef Þjóðverja hefði ekki
skort allt til að fylgja henni
eftir, enda fjaraði hún út eftir
nokkra daga.
Þegar voraði hertu Banda-
menn sóknina úr öllum áttum
að heita mátti. Styrjöldinni hafði
í raun réttri verið lokið í septem-
ber árið áður, eins og einn af
reyndustu hershöfð^ngjunum
komst að orði siðar — nú biðu
Ragnarökin, og Hitler virtist
staðráðinn i að þau skyldu verða
sem líkust þeim, er gengu yfir
hina forngermönsku guði forð-
um.
Frægasta brúðkaup aldarinnar.
Hitler dvaldist löngum i neð-
enjarðarskýii i Berlin, sjúkur
á sál og likama. Reiðiofsaköst
hans gerðust nú enn tiðari og
tryiltari, og titruðu þá armar
hans og fætur eins og í krampa-
flogum. Hann var litið á ferli
undir beru lofti og hafði ekki
neina teljandi hreyfingu, og
þetta, ásamt hinum óhjákvæmi-
legu og yfirvofandi Ragnarök-
um gerði hvort tveggja i senn
að draga úr þreki hans og auka
á brjálæði hans.
Þann 15. apríi kom Eva
Braun til Berlínar til að dveljast
hjá Hitier unz yfir lyki. Fáir
meðal Þjóðverja vissu að hún
væri til og enn færri að hún væri
ástmey Hitlers — en það hafði
hún þó verið meir en tólf ár.
Hitler leyfði henni aldrei að
koma út fyrir landareignina
sem fylgdi bústað hans að Ober-
saizberg. Þar eyddi hún þessum
tólf árum í brun á skíðum eða
hún synti í útilauginni, horfði á
lélegar kvikmyndir, snurfusaði
sjálfa sig og beið þcss að Hitler
kæmi heim. Og svo mjög þráði
hún komu hans, að hún reyndi
tvivegis að fremja sjálfsmorð,
þegar henni fannst biðin orðin
of löníf. Þegar hún kom í neðan-
jarðarskýlið tii Hitlers, mátti
telja ástandið þar einna líkast
og í geðveikrahæli. Foringinn
gat ekki staðið andspænis þeirri
staðreynd, að rússneski herinn,
sem hann hafði sjálfur yfirlýst
gersigraðan og afmáðan nokkr-
um árum áður, væri nú i þann
veginn að taka höfuðborgina.
Hann skipaði að hver einasti
vopnfær maður skyldi verja
borgina á meðan nokkur stæði
uppi. Þann 28. apríl jókst brjál-
æði hans, ekki hafði enn frétzt
neitt af gagnárásum, rússneski
herinn færðist stöðugt nær. Þann
dag var sú fregn sögð í útvarpi
BBC, að Himmler hefði boðið
Eisenhovver, að þýzku hersveit-
irnar sem brezk-bandaríski her-
inn átti i höggi við, gæfust upj
skiiyrðislaust. Þá trylltist Hitler