Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 163
HITLER OG ÞRIÐJA RÍKIÐ
171
gersamlega, en Himmler treysti
hann bezt allra sinna manna.
Enn nálgaðist rússneski her-
inn. Þann 29. apríl ákvað Hitler
að launa Evu Braun alla tryggð
hennar og kvænast henni. Þá
gekk hann einnig' frá „erfðaskrá“
sinni, sem sannar betur en nokk-
uð annað, að hann hafði engu
gleymt en ekki heldur lært neitt
þau tólf ár, sem hann hafði verið
einræðisherra Þvzkalands. Þetta
plagg er verðug grafskrift yfir
hinn valdabrjálaða harðstjóra —
sigrarnir voru honum einum að
þakka, ósigrarnir öðrum að
kenna, sem beittu hann svikum.
Milljónir þýzkra manna höfðu
látið lífið, miiljónir þýzkra
heimila voru í rústum — og þó
héit hann því fram til síðustu
stundar að hann hefði af mátt-
arvöldunum verið kjörinn til að
leiða iiina þýzku þjóð til heims-
yfirráða, sem hún væri borin til.
Nokkru seinna bárust fréttir
af morðinu á Mussolini og ást-
mey hans. Þær fréttir munu hafa
orðið til þess að Hitler yrði enn
ákveðnari i þeim ásetningi sín-
um að hvorki hann né Eva
skyldu falla fjandmönnunum í
hendur — og' hvorki lifandi né
dauð. Upp úr hádeginu, þegar
rússneski herinn var kominn i
næsta nágrenni við neðanjarðar-
skýlin, kvöddu þau þetta líf, Eva
og Adolf Hitler, en nánustu vin-
ir brenndu lík þeirra uppi í
garðinum. Sjö dögum siðar leið
jiriðja þýzka ríkið undir lok og
hafði þá staðið tólf ár, fjóra
mánuði og átta daga -— ríkið,
sem átti að standa i þúsund ár.
Endarlega kyrrt.
FARÞEGI í brezkri járnbrautarlest skildi hina skandinavísku
loðhúfu sína eftir á töskurekkinu, meðan hann fór til að fá sér
í svanginn í veitingavagninum. Þegar hann kom aftur, sagði
konan, sem var i klefanum á móti honum: „Það hefur verið
undarlega kyrrlátt, síðan þér fóruð. Það hefur bara ekki hreyft
sig neitt.“ — Evening standard.
SJALDGÆFUR er sá maður, sem getur vegið og metið kosti
annarra manna og galla, án þess að koma við aðra hvort vogar-
skálina. — Byron J. Langenfeld.