Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 164
Hún var reist að tilhlutan Þjóðhildar móður Leifs
hep'pna, fyrsta kirkjan í Brattahlíð í Eiriks-
firði, og Leifur er sennilega grafinn þar.
Fundin Þjóðhildarkirkja
Eftir Þórhall Vilmundarson prófessor.
í 5. kap. Eiríks sögu
rauða segir svo frá komu
Leifs Eiríkssonar til Græn
lands eftir Noregsdvölina
með Ólafi konungi Tryggvasyni:
„Leifr tók land í Eiríksfirði ok fór
heim síðan í Brattahlíð. Tóku þar
allir menn vel við honum. Hann
boðaði brátt kristni um landit ok
almenniliga trú ok sýndi monnum
orðsending Ólafs konungs Tryggva
sonar ok sagði, hversu morg á-
gæti ok mikil dýrð fylgði þessum
sið. Eiríkr tók því máli seint, at
láta sið sinn, en Þjóðhildr gekk
skjótt undir ok lét gera kirkju eigi
allnær húsunum. Þatt hús var kall
at Þjóðhildarkirkja. Hafði hon þar
fram bænir sínar ok þeir menn,
sem við kristni tóku. Þjóðhildr
vildi ekki samræði við Eirík, síðan
hon tók trú, en honum var þat
mjok móti skapi.“
Á síðastliðnu hausti gerðust i
Brattahlíð á Grænlandi merkistíð-
indi, sem athygli vöktu vlða um
lönd. Seint í ágústmánuði var graf-
ið af hendingu niður á legstað
fyrstu kynslóðar Bratthlíðinga, og
leiddi sá fundur litlu síðar til þess,
að í Ijós komu rústir Þjóðhildar-
kirkju, sem frá segir í kaflanum
hér á undan. Þá kirkju má hik-
laust telja elztu kirkju á Græn-
landi og þá jafnframt i Vestur-
heimi, en í kirkjugarðinum má
gera ráð fyrir, að Leifur heppni
hvili og Þjóðhildur Jörundardóttir
móðir hans. Hitt er aftur óvísara
hvort Eiríkur rauði liggur þar
grafinn, ef trúa má orðum sögunn-
ar um fastheldni hans við fornan
átrúnað. Eftirtektarvert er, að
staðsetning kirkjurústanna, um
250 metra frá hinni fornu skála-
tóft, kemur vel heim við orðalag
172
— Úr Árbók Fornleifafélagsins. —