Úrval - 01.08.1962, Síða 169
177
FUNDIN ÞJÓÐHILDARKIRKJA
feldt mér í bréfi, dags. 15. des. sl.
Þar sem hér er um að ræða frá-
sögn sjálfs finnandans af hinum
merka fornleifafundi, mætti þykja
tilhlýðilegt að varðveita hana á
síðum Árbókar Fornleifafélagsins,
og fer hún hér á eftir:
,,....Ég ætla að reyna að skrifa
yður nokkrar línur til þess að
segja frá nýjum fornleifafundi í
haust hér í K’agssiarssuk. Ég þyk-
ist vita, að þér hafið lesið í
(Reykjavíkur)blöðunum frásögn
danskra blaða um, að Þjóðhildar-
kirkja sé fundin.
Þér vitið ef til vill, að ætlunin
var að reisa heimavistarskóla í
K’agssiarssuk fyrir skólabörn i
K’agssiarssuk-sveit. Þegar verka-
mennirnir komu, tóku þeir jafn-
skjótt til við að grafa fyrir grunni
hússins á þeim stað, sem ég hafði
visað verkstjóranum á, er hann
kom í fyrrasumar til að mæla fyr-
ir húsinu. Fyrst óskaði hann þess
sjálfur, að húsið yrði reist við
garðinn minn, en ég vildi ekki
leyfa það, vegna þess að sá staður
er bezti bletturinn minn. Þess
vegna vísaði ég honum á flötina
hjá kirkjunni okkar, sem nú er.
En viti menn, finnast þar þá ekki
mjög athyglisverðar fornleifar!
Þegar verkamennirnir tóku að
grafa, gekk ég til þeirra í hverjum
frímínútum. Þremur dögum eftir
að þeir hófu verkið, kom ég þar
að suðurmörkum lóðarinnar, þar
sem yfirsmiðurinn var að grafa. Á
samri stundu sá ég hauskúpu
liggja á jörðinni. Ég tók hana upp
og spurði, hvaðan hún væri. Þá
bendir hann á staðinn, þar sem
hann hafði verið að grafa, og seg-
ir: „Önnur hefur einnig verið graf-
in upp norðan megin, en henni var
fleygt burt ásamt mold og möl.
Þeir halda að þetta séu venjuleg
dýra- og k:ndabein.“ Þá sagði ég:
„Nei, þetta er höfuðkúpa af manni
og er ef til vill mjög merkileg. Þið
skuluð hætta að grafa. Ég ætla
þegar í stað yfir til Narssarssuak
til þess að gera orð landshöfðingj-
anum eða þjóðminjasafninu i
Kaupmannahöfn. Ég held. að hér
hafi áreiðanlega fundizt elzti
kirkjugarður nornænna manna.
Þess vegna skuluð þið bíða, þar
til þið fáið nánari fyrirmæli.“ Já,
þá fellur vinnan samstundis nið-
ur.
Þegar ég kom til Narssarssuak.
lék lánið við mig. Ég hitti N. O.
Christensen skrifstofustjóra, en
hann þekkti ég vel. Hann kom
síðan yfir til K’agssiarssuk og tók
hauskúpu með sér daginn eftir.
Nokkru síðar komu margir jarð-
fræðingar frá Narssak. Þeir höfðu
fengið tilmæli um það frá þjóð-
minjasafninu að segja til um,
hvers konar fund hér væri om að
ræða. Þeir fundu fleiri bein.
Seinna kom svo Jörgen Meld-
gárd magister frá þjóðminnjasafn-