Úrval - 01.08.1962, Síða 173
KOXUNGUR í KANADISKUM ÓBYGGÐUM
181
virðulegustu aðalsmannaættinni
i írlandi. Hann var sonur Talbot
de Matahide lávarðar og Margrét-
ar 0‘ Reilly, og fæddur var hann
i Malahide-kastalanum í Dublin-
héraðinu árið 1771. Tólf ára gam-
all lagði hann út á hermennsku-
brautina og varð undirforingi
sextán ára, og skömmu síðar gekk
hann í þjónustu Buckingham lá-
varðar, jarls yfir írlandi. En
hann þreyttist fljótlega á yfir-
borðsmennsku og munaði fyrir-
mannanna í Dublin og kvaddi ír-
land árið 1790 og hélt áleiðis
til Quebec í Kanada til að hitta
herdeild sína þar.
Þar sem hann var vanur að
vera með fyrirmönnum, tókst
honum ftjótlega að ráða sig i
þjónustu landsstjórans í Norður-
Kanada. Og það var einmitt þeg-
ar Thomas var á ferðalagi með
Simcoe landsstjóra upp vötnin
miklu, að hann varð sleginn hug-
myndinni um að mynda sér ,,kon-
ungsríki“ í hjarta kanadísku
skóganna.
Árið 1794 skrapp Talbot aftur
til íslands og seldi stöðu sína
i hernum fyrir fimm þúsund
gíneur (hann hafði verið hækk-
aður upp í tign ofursta), og hélt
til Kanada sjö árum síðar til að
hefja nýtt líf sem landnemi. Hann
fékk til umráða fimm þúsund
ekru landsvæði á bökkum Erie-
vatns og tók upp lifnaðarhætti
landnemans.
Hann ýmist felldi eða brenndi
hin stóru greni- og hlynviðar-
tré og ruddi þannig stór rjóður
og reisti sér bjálkahús í ná-
grenni Niagara, og hófst þvínæst
handa við að rækta jörðina og
koma sér upp kvikfé, nautgrip-
um og alifuglum. Samkvæmt
landslögum var jarðeigendum
leyfilegt að taka leiguliða, og það
notfærði Thomas sér. Ekki leið
á löngu, áður en hann réði yfir
stórum hópi af landsetum, sem
störfuðu meira og minna fyrir
hann og aðstoðuðu hann i að
byggja upp konungdæmi sitt.
Árið 1805 hafði hann eitt
hundrað leiguliða, sem hann hik-
aði ekki við að kalla „þegnana
sína“. Þá voru níutíu ekrur lands
komnar undir ræktun, risin upp
kornmylla og sögunarmylla,
nokkrar verzlanir og víngarður.
Landssvæðunum í nágrenninu
gaf hann ýms írsk nöfn eins og
Malahide, Tyrconnell, Westme-
ath, Derry og Dublin.
Eftir því sem landsetunum
fjölgaði, féll meira land undir
yfirráð hans, og i því skyni að
laða til sín enn fleiri frumbyggja
tókst hann á hendur að leggja
vegi yfir stór svæði, og voru þéir
nefndir Talbot-vegirnir. Enda
þótt hann gerði þannig landnám-