Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 175
KONUNGUR í IíANADISKUM ÓBYGGÐUM
183
ið aðgengilegra, átti hann í erf-
iðleikum með að finna hina réttu
menn, því honum féll ekki við
skozlcu Hálendingana og Ame-
ríkanana, en kaus heldur írska
og brezka innflytjendur,
Oft mátti sjá hann sitja við
gluggann úti á veröndinni á hús-
inu sínu á tali við tilvonandi
landseta. Hann vildi kynna sér
sem rækilegast skapgerð, skoðan-
ir og hæfni þeirra, sem sóttu um
landvist hjá honum. Síðan skrif-
aði Thomas með blýanti
nafn mannsins, ef honum leizt
vel á hann, en bauð honum ann-
ars að hypja sig á brott sem skjót-
ast, ella yrði hundum sigað á
hann.
Ef þeir landsetar, sem þegar
voru búnir að fá land, fullnægðu
ekki þeim skyldum, sem Thomas
setti, þá strauk hann nafnið
þeirra út úr bókinni sinni með
strokleðri og skrifaði i staðinn
nafn einhvers annars, sem hon-
um féll betur við. Með blýant-
inn og strokleðrið að vopni
tókst honum að afla sér mikillar
virðingar og ótta, enda var hann
mjög harður í horn að taka og
ráðrikur.
Árið 1811 réði Talbot yfir fimm
þúsund leiguliðum og fimm
hundruð ekrum af ræktaðri jörð.
Hann bjó í myndarlegum herra-
garði á bökkum Erie-vatnsins,
og nefndi hann staðinn Talbot-
höfn. Um þessar mundir unnu
þegnar hans mestmegnis við að
leggja Talbot-vegina, og þegar
stríðið milli Kanada og Banda-
rikjanna brauzt út 1812, skipaði
hann öllum mönnum sínurn í
eina herdeild til að verja kon-
ungdæmi sitt. Bandaríkjamenn
gerðu árás á Talbot-höfn og
Talbot slapp nokkrum sinnum
naumlega við dauða og hand-
töku.
Myllurnar hans voru brenndar
og uppskeran eyðilögð og skepn-
urnar burtnumdar, en að stríð-
inu loknu fékk hann 3650
sterlingspund í skaðabætur. En
landsetarnir misstu margir
hverjir allt sitt og fluttu burt
til að freista gæfunnar annars
staðar.
Thomas brá sér þá nokkrum
sinnum til írlands og tólcst ásamt
vinum sínum og ættingjum að fá
ýmsa til að flytja búferlum til
Kanada. Þúsundir írlendinga
flykktust til landsvæðis hans á
árunum 1815—1822, og í lok
þessa tímabils voru íbúarnir þar
orðnir yfir 12 þúsund.
Meðal írsku innflytjendanna
voru margir framsæknir menn og
miklir fyrir sér, og þeir undu
illa ofríki manna eins og Thom-
asar Talbots og sendu mótmæli
til ríkisstjórnarinnar.