Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 28
18
ÚRVAL
Vísindamaður við starf í einni af mörg-
um lyfjarannsóknarstofum Baselborg-
ar: Dr. Miiller, sem fann upp DDT
skordýraeitrið.
ar er svo miklu lægra en sólar-
innar. Geislunarbylgjulengd
jarðarinnar er um 10 micron
eöa um 20 sinnum lengri en
bylgjulengd sólargeislanna.
Geislun með bylgjulengdinni
10 mic.ron er þekkt sem hinn
fjarlægari innrauði hluti raf-
segulrófsins.
Þegar innrauða geislunin bein-
ist frá yfirborði jarð'arinnar,
getur hún ekki borizt eins auð-
yeldlega út í geiminn og hið
sýnilega sólarljós barst inn i
gufuhvolfið. Ýmsar lofttegundir
gufuhvolfsins drekka hana í sig
og fanga hana, þar á meðal
vatnsgufur, koldioxýð (oft kall-
að kolsýra) og samþjappað súr-
efni, (ozone). Þýðingarmestar
þessara lofttegunda eru vatns-
gufurnar. Þær drekka í sig að
meðaltali um 60% þeirrar inn-
rauðu orku, sem geislar frá yf-
irborði jarðar.
Þannig safnast fyrir orka í
gufuhvolfinu, en hún getur síðan
breytzt í þá loftstrauma, sem
mynda írumdrög að veðrinu.
Þess vegna liafa hinar innrauðu
mælingar þýðing'armiklu lilut-
verlti að gegna i viðleitni okk-
ar til þess að öðlast skilning á
orsökum veðursins.
Það magn innrauðrar orku,
sem safnazt hefur í gufuhvolf-
inu, er brcytilegt á hinum ýmsu
stöðum, og er það aðailega kom-
ið undir magni vatnsgufu í loft-
inu, þeirri tegund þurrlendis
eða hafa, sem undir henni eru,
og hitastigi yfirborðsins. Þessi
orkumunur er þýðingarmikill,
vegna þess að hann veldur mis-
munandi hitastigi og breyting-
um á þrýstingi, sem hvort
tveggja knýr vindana, sem valda
hinum alvarlegri truflunum í
gufuhvolfinu.
Fullkomin greining er eleki
möguleg með hjálp innrauðra