Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 59
Sjálfsstjórn er sannkölluð list
Hæfileikinn til þess að hafa stjórn á sjálfum sér, þegar
mikill vancli steðjar að, er áunninn, en ekki meðfæddur.
Hægt er að jtroska hann með sér visvitandi, ef vilji er
fyrir hendi.
Eftir William Fitz Gibbon.
SS verður oft lmgs-
að til hinna örlaga-
ríku tímamóta í líf-
inu og' hinna vold-
ugu „sannleiks-
augnablilta“, og veltum því fyr-
ir oss, hvernig oss mundi farn-
ast á þeim. Það eru nú samt hin-
ar smávægilegu geðshræringar
og klípur daglegs lífs, sem ættu
að vera oss áliyggjuefni. Það
eru þau atvik, sem valda þessum
andlegu myrkvunum, sem gera
það að verkum, að vér sýnumst
minni menn en vér erum.
Séu orð vor t.d. dregin i efa,
verður oss oft skapbrátt, og í
stað þess að halda fram mál-
stað vorum á meira sannfær-
andi hátt, fleiprum vér út úr oss
einhverju svari, sem vér iðrumst
síðar. Eða þegar vér lendum í
rökræðum, verðum vér óþolin-
móð og gripum þá til hégóm-
legra raka. James Thurber rit-
aði einu sinni smásögu, sem
snerist um hnyttilegu tilsvörin,
sem hann mundi hafa sagt, ef
honum hefði dottið þau í hug
nógu snemma —• reynsla, sem
vér öll skiljum. Stundum af ein-
skæru óðagoti, segjum vér eitt-
hvað allt annað en vér ætluð-
um, eins og ungi maðurinn, sem
varð svo feiminn og ringlaður,
er hann kom i skrifstofu hús-
bónda síns, að hann fór fram
á kauphækkhn fyrir einhvern
annan.
Mistök vor i glímunni við
smáerfiðleika lífsins geta svo
hlaðizt upp og komið i veg fyr-
ir einmitt það, sem vér öll æskj-
um: að vera fullkomlega vér
sjálf, til þess að sýna öðrum
að vér séum allt það, sem vér
Reader's Dig.
49