Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 64
★
Eftir dr. Hugh Freeman.
★
Þunglyndi
Allir skipta skapi, þannig aö
þeir eru stundum hamingjusamir
og glaöir og stundum daprir,
þótt slíkar geösveiflur séu
auövitaö mismunandi sterkar
meöal einstaklinga.
En sjúkleg, langvarandi dapur-
leikakennd, sem rænir
manninn allri lífsnautn, er
ekki eölileg og er vottur um,
að einstaklingurinn þarfnist
læknismeöferöar. Líkurnar á þvi,
aö hjálp sé aö fá, hafa nú
líka stóraMkizt.
g UNGLYNDISKENND
er algeng tilfinning.
Það er alveg eðli-
legt að við finnum
S* einhvern tíma til
hennar. En þegar þessi sama
kennd magnast og brýtur af sér
öll bönd, verður hún að sjúk-
dómi, og er hann algengastur
allra taugasjúkdóma.
Allir þeir, sem hafa nokkrar
tilfinningar til að bera, hljóta
að skipta slcapi, þannig' að þeir
séu stundum hamingjusamir og
stundum daprir. Auðvitað er um
að ræða geysilegan mun hinna
ýmsu einstaklinga, eftir þvi
hvernig skapgerðinni er háttað.
Það þarf ekki nema hina smá-
vægilegustu atburði til þess að
gleðja eða hryggja suma sam-
stundis. Sumir eru venjulega
hamingjusamir og sjaldan lífs-
leiðir, en þessu er svo öfugt
farið, hvað aðra snertir. Einn
er lifið og sálin í öllum mann-
fagnaði, en annar virðist draga
úr gleði og ánægju þeirra, sem
viðstaddir eru. Þessar geðsveifl-
ur geta verið mismunandi mikl-
ar. Eftir sumum verður vart tek-
ið, en aðrar virðast breyta per-
sónuleika einstaklingsins alger-
lega.
Hvenær hættir dapurleika-
kenndin að verða eðlileg og
verður að sjúkdómi? I fyrgta lagi
er slíkt komið undir hinum
venjulega persónuleika einstakl-
ingsins. Líta verður miklu alvar-
legri augum á þunglyndi i fari
einhvers, sem er venjulega glað-
ur og' áhyggjulaus, en þess, sem
lætur slíka kennd ná valdi yfir
Á
54
— Family Doctor —