Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 159
ÁRÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
14!)
tæki þessu. „Ég býst við að at-
lagan heppnist,“ sagSi hann. En
venja var, að aðmírállinn léti
við slík tækifæri aðeins í ljós
von um, aS allt gengi að óskum.
Þessi fullvissa hans varS til þess
að uppörva áheyrendurna, er
þeir snæddu „Surume“, er var
tákn hamingjunnar, og „kachi-
guri“, er var tákn sigursins, og
skáluðu síðan fyrir væntanlegri
orrustu í nafni keisarans: „Ban-
zai! Banzai! Banzai!“
MyrkriS hjúpaði skipið kufli
sínum, öll ljós voru slökkt, síð-
an var akkerið dregið upp, og
svo læddist skipið á haf út í
þögulli fylgd tveggja tundur-
spilla. Svipaðar skipalestir héldu
úr höfnum víðsveg'ar á strönd-
inni, sum skipin sigldu nálægt
landi, önnur í allt að 100 mílna
fjarlægð frá ströndinni. Skipin
voru alls 31 að tölu, 6 flugvéla-
móðurskip, 2 orrustuskip, 2 stór
beitiskip, I lítið beitiskip, 3 kaf-
bátar, 9 tundurspillar og 8 stór
olíuflutningaskip. Flugvélamóð-
urskipið Kaga sigldi síðast úr
höfn, en j)aS höfðu farið fram
viðgerðir á því í Sasebo.
StefnumótsstaSur sá, er valinn
hafði verið, var Hitokappuflói
auðnarlegur flói við Etorufu,
sem er ein af Kurileyjum eða eyj-
um „reyksins“, en svo eru þær
nefndar vegna hins eilífa mist-
urs, er yfir þeini hvílir. Flói
þessi var næstum 1000 mílum
fyrir norðan Tokyo, og á þeim
slóðum var lítið urn skipaferðir.
Var þetta þvi hinn ákjósanlegasti
felustaður. Það voru aðeins tvö
ömurlegJ fiskiþorp, og öllu sam-
bandi þeirra við umheiminn
hafði verið slitið, áður en flotinn
kom þangað, síma-, símskeyta-
og póstsambandi. Og snjórinn
féll óaflátanlega úr svörtum vetr-
arskýjum, þegar mesti móður-
skipafloti, er nokkurn tíma hafði
verið safnað saman, beið þarna
í algerri leynd og einangrun
eftir frekari skipunum.
,,ÆTLUNARVERK OKKAR ER
AÐ
Nagumo lét hendur standa
fram úr ermum. Klukkan 8 að
morgni þ. 22. nóvember kallaði
hann á aöstoðarmenn sína á
fund um borð í Akagi. Fundar-
herbergis jaessa var mjög vel gætt
enda voru geymd þar inni líkön
af Perluhöfn og allri Oahueyju
í réttum hlutföllum auk allra afl-
aðra upplýsinga um hin væntan-
legu skotmörk. Suzuki flotayfir-
foringi átti að skýra þeim frá
nýafstaðinni njósnaferð sinni til
Hawaii.
Allir hlustuðu af athygli, er
hann hóf máls. Ýmislegt, sem
hann sagði þeim um Perluhöfn,
vissu jieir þá þegar, en þeim
þótti mjög vænt um, að fá upp-