Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 168
158
URVAL
um borö í Akagi og vestur i
Tokyo þessa orðsendingu, er
gladdi þá mjög: „Tora! Tora!
Tora!“ (Tígrisdýr! Tígrisdýr!
Tígrisdýr!“)
En þetta var fyrirfram ákveö-
iö dulmálsmerki, sem tilkynna
átti, aö árásin liefði komið ó-
vinunum algerlega á óvart.
(NiSurl. í næsta hefti)
FARARTÆKIÐ „HOOVERCRAFT" TIL NOTKUNAR Á ÓAÐ-
GENGILEGUM SVÆÐUM.
Verkfræðingar hjá Textron’s Bell Aerosystems Company í
Bandaríkjunum hafa búið til farartæki, sem sameinar kosti vöru-
bílsins, bátsins og flugvélarinnar, en sem er næstum eins auðvelt
að stjárna og bifreið. Er bað ætlað til notkunar á svæðum, sem
óaðgengileg væru að öðrum kosti.
Þegar farartcekið er á ferð, svífur það um einu feti, yfir yfir-
borðinu á loftpúða, og fer það með allt að 60 mílna hraða, jafnt
yfir landi, vatni, ís eða fenjum.
Það er 19 fet á lengd, 16 fet á breidd, 10 fet á hæð, vegur um
2600 pund, getur borið 900 pund og er knúið áfram af 150 hest-
afla loftkældum flughreyfli, sem er tengdur 6 feta skrúfu,. sem
vinnur einnig sem hemill. 60 hestafla vél sér um „íyftinguna".
Farartæki þetta hefur verið skírt „Carabao" eftir hinum seiga
og sterka vatnavísundi Filippseyja. Búizt er við, að það komi
helzt að notum til björgunar á flóðasvæðum, til skordýraeitrunar
á fenjasvæðum, til eftirlits í höfnum og á ám og alls konar
björgunar- og hjálparstarfa.
Science Horizons.
Eftir gagngera skoðun sagði læknirinn sjúklingnum, að bezta
ráðið gegn sjúkdómi hans væri hvíld og næði. „Hið bezta fyrir
yður er að hætta alveg að drekka og reykja, fara snemma á fæt-
ur á morgnana og snemma í rúmið á kvöldin," sagði læknirinn
alvarlegur í bragði.
Gamli heimsmaðurinn leit á lækninn og sagði: „Æ, einhvern
veginn finnst mér nú, að ég eigi ekki skilið hið bezta! E’n hvað
er hið næst bezta?"