Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 40
hönd fö'ður síns. Rækti hann
það með sömu alúð og umhyggju
og faðir lians.; röggsamlega og
ljúflega. Nú er einnig hann fall-
inn frá — fyrir aldur fram, að
flestra áliti, tæplega sextugur.
Einnig sínu banameini tók hann
með sama æðruleysi sem faðir
hans, jafn broshýr og ljúfur á
meðan hann gat staðið. Er slíkra
manna saknaö sárt, að vonum.
Hafnarskilyrði eru léleg frá
náttúrunnar hendi á Kópaskeri,
en allt frá byrjun hefir afgreiðsla
skipa j)ótt þar góð með afbrigð-
um, röggsöm fljót og fumlaus.
Þess vegna hafa líka skipstjórn-
armenn sýnt þar bæði lipurð
og áræði, j)ví að þeir fundu, að
alltaf mátti treysta hinum aðilan-
um til hins bezta; var því alltaf
hin ákjósanlegasta samvinna
með þeim og afgreiðslunni í
landi. Er sem andi Árna gamla
svifi þar enn yfir, enda hefur
hann og hans afkomendur af-
greitt skipin þar frá byrjun, og
a.m.k. meðan einhver þeirra er
þar eftir, vona ég', að gifta hans
fylgi — og lengur þó, svo sem
honum var starfið þarna hjart-
fólgið.
Það er nokkur freisting fyrir
mig að gjörast langorður um
jaennan sameiginlega vin héraðs-
búa, en undan henni vil ég ekki
láta, -— því að ekki hyllti hann
mærðina. Þó var hann þægilega
ræðinn, greindur í tali og unni
þjóðlegum fróðleik; oft heyrð-
ist hann raula fyrir munni sér
laglegar stökur.
Þegar Árni varð sjötugur,
sendi einn sveitungi hans honum
alllangt kvæði, að fornum sið;
var honum j)ar líkt við stafn-
búana gömlu. Niðurlag þess
hljóðaði svo: „Þó steypt verði
likan hans eklci í eir, við aðra
menn sízt honum blanda, því
minningin lifir, er maðurinn
deyr — og merkið hans lengi
skal standa."
Það stendur fyrst og fremst,
meðan nokkur lifir, sem þekkti
hann, en lengur þó, í undirstöð-
um velgengni og reisnar héraðs-
ins.
Sandvík 10. 11. 1963
Guðmundur Porsteinsson
frá Lundi.
Auglýsing frá forngripaverzlun: „Aðeins ein vika til mæðra-
dagsins . .. Þegar þú hugsar til mömmu . .. skaltu hugsa til forn-
grips . ..“