Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 99
V PPLJ ÓSTRVN SKJALAFÖLSUNAK MEÐ ....
89
fljótir að nota sér það, úr hve
mörgum blelditum og litbrigðum
þar er að velja.
Merkiblelc hefur lengi verið í
notkun. Fyrst var það gert úr
ýmsum plöntulitarefnum. Þá er
og til hnotutegund, sem inni hef-
ur að halda vökva, sem líklegt
er, að hafi verið fyrst notaður
sem merkiblek.
Árið 1846 var keypt einkaleyfi
á framleiðslu merkibleks, sem
blandað var silfursöltum. Nú er
framleitt ósýnilegt „úraníum-
fluorcent“-merkiblek, ætlað til
notkunar í þvottahúsum, og er
viss gerð af kúlupennum notuð
við merkinguna.
Stimpilblek og hliðstæðar
blektegundir þorna venjulega
inn í pappírinn. Þær blekteg-
undir eru venjulega gerðar úr
einhverju litarefni, sem blandað
er í glycerol-upplausn, en blek
það, sem notað er i venjulega
ritvélaborða, er svipað að gerð
og prentlitur.
Leyniblek, eða ósýnilegt blek,
á sér mikla, en miður áreiðan-
lega sögu. Þó mun sannast, að
það hafi hvergi velgt sérfræð-
ingunum líkt því eins undir
uggum og ráða má af glæpareyf-
urunum.
Pliny lýsir þvi, hvernig nota
megi mjólk og ýmis önnur efni
til ósýnilegrar skriftar. Fjöldi
mismunandi vökva hefur verið
Ilulskrift kemur í ljós með hjálp út-
fjóluhlás ljóss. En dulskrift er ekki
eins algeng í glæpamálum og búast
mætti við af lestri leyniiögreglusagna.
notaður til að blanda úr leyni-
blek — vatn, ávaxtasafi, þvag' og
flest uppleysanleg sölt.
Leyniskriftina má oftast finna
með útfjólubláu eða innrauðu
ljósi, hita, joði, eða brennisteins-
gufu, það er að segja með ein-
földustu aðferðum.
Kringum 1885 var vanadium-
blek nokkuð notað við skjala-
skriftir, einnig blek úr koltjöru-
efni, nigrosine. 1892 er notað
blek úr aniline hydrochlorate.
Venjulegt blek, uppleysanlegt
með vatni, er ekki nema tuttugu
ára gömul uppfinning.
Við rannsókn á bleki er beitt
efnaprófun, svo fremi sem nokk-
uð má hrófla við skriftinni.
UPPLEYSANLEGT BLEK
HVEKFUK
Beita verður ýtrustu varúð,