Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 144
134
ÚRVAL
honum. Kita hafði varað hann
við því sterka liði, og hann var
alltaf hræddur um, að rikis-
rannsóknalögreglan kæmi upp-
tökutækjum fyrir í ræðismanns-
skrifstofunni eða í einhverju
veitingahúsanna, sem hann vandi
komur sínar í. Yoshikawa gaf
Kita ofi skýrslu að næturlagi,
eftir að hitt starfsfólkið var
gengið til náða. Og þeir Kita
skiptust á hinum leyndustu upp-
lýsingum með því að skrifa bréf-
miða hvor til annars og brenna
þá síðan, eftir að þeir höfðu
iesið þá.
Straumur skemmtiferðamanna
til Hawaii veitti Yoshikawa
mörg tækifæri. Áður en Banda-
rikin bönnuðu öll viðskipti við
Japan, fór hann ætíð niður að
höfn, þegar japönsk skip komu
inn, og fór með landa sina af
skipinu i kynningarferð um
eyna. Þetta veitti honum tylli-
ástæðu til þess að fara i þessar
tíðu ferðir um eyna, en annars
hefðu ferðir þær kannske vakið
tortryggni gagnvart honum. Eitt
sinn fór hann í skrautlegustu
skyrtuna sína og fór með jap-
anska „geisu“ i skemmtiflug
yfir Oahueyju, en i ferð þeirri
fékk hann mjög gott útsýni yfir
Wheeler- og Hickam-herflugvell-
ina. Hann skoðaði lika flugvell-
ina af sjó, stundum var hann á
veiðum, stundum á sundi.
Það var bezt útsýni til Perlu-
hafnar frá sykurreyrsökrunum
við Aiea. Nokkrum sinnum
klæddi hann sig í verkamanna-
föt og fylgdist þaðan með ferð-
um flotans. Hann fór aldrei nema
einu sinni inn á sama akurinn
og dvaldi þar aldrei lengur en
í hálftima.
Einn af uppáhaldsstöðum Yo-
shikawa var Shuncho-ro (Hús
vorsins), japanskt tehús uppi á
Alewahæðum, en þaðan var
stórkostlegt útsýni til Perluhafn-
ar og Hickamherflugvallarins.
Stundum þóttist hann vera of
drukkinn til þess að komast
burt, og húsráðendur bjuggu þá
um hann í herbergi, sem sneri
að höfninni.
Eina slíka nótt sá Yoshikawa
flotann sigla úr höfn snemma
morguns. Það var tignarleg sjón,
sem yljað gat hverju sjómanns-
hjarta. Hann virti flotann fyrir
sér af geysilegum áhuga, tók
tímann, til þess að sjá, hversu
lengi flotadeildin væri að komast
úr höfn, fylgdist vel með stað-
setningu hvers skips í skipalest-
inni. Þessar upplýsingar voru
mjög þýðingarmiklar fyrir hús-
bændur hans í Tokyo, þvi að
reyndi bandaríski flotinn að
komast úr höfn, þegar skyndi-
árásin hæfist, gátu Japanir þann-
ig breytt árásaráætlun sinni