Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 56
46
URVAL
urinn, og sést þá lítið i yfirborð
plánetunnar, en undir vetrar-
lokin hverfur skýjaþykknið, og
kemur þá i ljós, að hjarnsvæðin
ná allt að 60. breiddargráðu.
Á vorin taka að myndast dökk-
ar rákir í snjóasvæðin. Smám
sarnan myndast eins konar
hjarneyjar, sem hverfa smám
saman, eftir þvi sem líður á
sumarið, og jafnvel hjarnhett-
ur skautanna hverfa að inestu.
Svo haustar að, og þær hyljast
hvitum skýjum á nýjan leik.
Þessar hjarneyjar koma allt-
af í Ijós á sömu stöðum á yfir-
borðinu, og liggur beinast við
að ætla, að þar séu hásléttur
eða fjöll. Á Marz munu þó ekki
fyrirfinnast fjöll hærri en tveir
km. Þegar gætt er þeirra miklu
breytinga, sem verða á snjóa-
svæðunum yfir sumarið, geta
snjóalögin ekki verið mjög þykk,
ef til vill er þar ekki um snjó
að ræða, heldur eingöngu hrím.
Um það ieyti sem snjórinn
eða hrímið þiðnar örast, má
greina dökkar rákir kringum
þau svæði. Ekki hefur fengizt
nein viðhlítandi skýring á þess-
um rákum. Mætti halda, að þær
mynduðust á þann hátt, að leys-
ingarvatnið gerði jarðveginn
dökkan, þar eð rök jörð er
dekkri en þurr. En þá ber þess
að gæta, að loftþrýstingurinn á
yfirborð plánetunnar er svo ó-
verulegur, en loftið svo þurrt,
að gera má ráð fyrir, að leys-
ingavatnið gufi upp jafnóðum,
eða öllu heldur að snjólagið
eða hrímið gufi upp, án þess að
vatn myndist við þiðnunina.
Dökkgráu flekkirnir, sem eins
og áður er getið, mynda einn
fjórða liluta af yfirborði plá-
netunnar, taka og ýmsum sjáan-
leg'um breytingum eftir árstíðum,
bæði að stærð og lit. Á veturna
gætir þeirra harla litið, og lit-
ur þeirra lýsist, eða hann verður
blár eða grænleitur; með vor-
inu kemur í ljós brún rák við
jaðar hjarnskautanna og teygir
brátt úr sér í áttina að miðbiki
og nær ef til vill alla leið þang-
að. Á sumrin verða dökku fleklc-
irnir rauðbrúnir, geta orðið
fjólubláir eða jafnvel rauðir.
Þessir dökku flekkir færast
einkum í aukana meðfram eins
konar sprungum eða skurðuin,
sem að því er virðist eru eins
konar framlenging dökku rák-
anna við hjarnskautin. Það gæti
sýnzt mjög sennileg skýring, að
þessi litbrigði og aukning dökku
flekkjanna stöfuðu af einhvers-
konar gróðri, sem yrði þá mest-
ur meðfram sprungum i yfir-
borðið, eða áveituskurðum, sem
leysingarvatnið fyllti. Iin eins
og þegar er fram tekið, er ólík-
legt, að þar myndist nokkurt
leysingavatn, vegna þess hve loft-