Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 118
108
ÚRVAI
tækni. Verksmiöjan hjálpaði til
að skapa verkefni fyrir eldri
félagana, sem höfðu orðið að
hætta að vinna vegna aldurs og
vantaði nú atvinnu við sitt hæfi.
í Danzig hafði Solomon H.
átt fjórar stórar skóbúðir, sem
nazistar tóku eignarnámi. Er
hann var um sextugt, kom hann
til Tel Aviv ásamt Hönnu eigin-
konu sinni, sem var miklu yngri
en hann. Solomon fékk ígripa-
vinnu, en kona hans vann við
heimilisstörf og barnagæzlu og
kenndi ensku. Þau gengu í
gömlum fötum, sem ættingjar
þeirra í Bandaríkjunum höfðu
sent þeim, og oft voru þau hungr-
uð. Þegar Solomon veiktist,
eyddist sparifé þeirra brátt.
Skömmu áður en Solomon lézt,
kom skaðabótaávisun að fjárhæð
2500 dollara. Er allar skuldir
höfðu verið igreiddiar, keypti
Hannah helminginn í litlu bóka-
safni. Nú á hún allt safnið og
selur einnig nýjar bækur. Um
daginn kom hún í kjólaverzlun
og í fyrsta sinni í þau 24 ár,
sem hun hefir verið búsett í
Tel Aviv, keypti hún sér þann
kjól, sem henni leizt bezt á, en
ekki þann ódýrasta. Nú, er hún
minnist þess, hve glöð hún var
þá stundina, segir hún með á-
kafa, „Lengi lifi Adenauer!“
Aldrei verður vitað, hve marg-
ir Gyðingar viðs vegar í heim-
inum fengu skaðabætur, ein-
faldlega vegna þess að þeir dóu
áður en bótasamningur var stað-
festur af þingi Vestur-Þýzka-
lands 1953. Á þeim tíma ríkti
hatrömm andstaða gegn samn-
ingnum í Þýzkalandi og jafnvel
einnig í ísrael, þar sem margir
voru andvígir öllum samskipt-
um við Þjóðverja. Daginn eftir
að samningurinn hafði verið
undirritaður, komu nokkur dag-
blöð í ísrael út í svörtum sorgar-
ramma. Er fyrsta skipið kom
með farm frá Þýzkalandi, var
því heilsað með miklum upp-
þotum og smásprengjum.
Timinn, áhrifin af starfsemi
Shilumim á fjárhagsafkomu
þjóðarinnar og margendurtekin
skoðun Ben Gurions, forsætis-
ráðherra landsins þess efnis,
„að mennirnir, sem stjórna
nú Þýzkalandi, séu ekki ábyrgir
fyrir því, sem áður hafi gerzt,“
hefur allt saman valdið breyt-
ingu. Þótt margir ísraelsmenn
neiti enn þá að kaupa þýzkar
bifreiðir, er fjöldi af Volkswag-
enbifreiðum á götum Tel Aviv.
Helzti heimspekingur Gyðinga,
Dr. Martin Buber, sætir ekki
lengur gagnrýni fyrir að hafa
leyft þýzkum háskóla að veita
sér heiðursnafnbót. Svo að lítið
bar á, tengdust vináttubönd milli
ísraelsbúa og nokkurra þýzkra
verkfræðinga, sem komu til ís-