Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 111
ÉG FÉKK SLAG OG NÁÐI MÉR AFTUR
101
virkar Röntgenmyndavélar, tókst
aö fylg'ja litarefninu — sem sézt
hvítt á Röntgenfilmunni •— á
leiS sinni eftir æðunum. Þar
sem þrengsli er eöa stífla, sézt
dökkur skuggi.
Meö aöstoð þessarar greining-
araðferðar tókst dr. Michael De
Bakey viö Baylorháskólann aö
finna upp fullkomnar skurðaö-
gerðir til þess að ráða bót á
stíflum í hálsæðunum. Hann fjar-
lægir storknuna, sem þrengt
hefur æðarúmiö og víkkar það
enn betur með Dacronbót. Sé
stíflan mikil, sker hann hana
ekki í hurtu, heldur leiðir blóð-
rásina fram hjá henni í gegnum
æðastúf úr Dacron, sem hann
festir í æðina. Siðan 1954 lief-
ur DeBakey og' samverkamenn
hans gert skuröaðgerðir á nokkr-
um hundruðum slagasjúklinga
með stíflu i slagæðum á hálsi
eða efst í brjóstholi, og slíkar
aðgerðir eru nú framkvæmdar í
20 meiri háttar lækningamið-
stöðvum í því skyni, að gera
samanburð á bata þeirra, sem
skornir eru og hinna, sem fá
enga skurðaðgerð.
En mestu framfarirnar i með-
ferðinni og til að koma i veg
fyrir slag, eru þó að þakka hin-
um nýju lyfjum — þeim, sem
draga úr blóðstorknuninni og
þeim, sem lækka og halda háum
blóðþrýstingi í skefjum. Nýjar
skýrslur til Ameríslca hjartveiki-
félagsins (American Heart Ass-
ociation), telja það aðallega
siðarnefndu lyfjunuin að þakka,
að dánartala þeirra hvítra karl-
manna á aldrinum 45 til 64 ára,
sem deyja af slagi, hefur lækkað
um 22%. Lyfin, sem notuð eru
til að draga úr blóðstorknun
(anticoagulauta), kunna að auka
líkur sjúklinganna til að lifa
slagið af um nálægt þvi einn
þriðja, samkvæmt fimm ára at-
hugunum i Cornellsjúkrahúsinu
og lækningamiðstöð Bellevue-
háskólans í New York. Rann-
sóknir gerðar i Mayoklinikkinni
á sjúklingum með byrjandi slag-
einkenni, virtust sýna, að lyfin
dragi úr áhrifum, sem blóð-
storkan veldur um 36%.
Fyrir tveimur árum, þegar
blóðþrýstingur minn komst upp
fyrir 200, og ég þurfti að vera
í sjúkrahúsi uin tíma, voru mér
gefin ný lyf til að lækka hann
og halda honum i slcefjum. Þau
gerðu sitt gagn, en þau ollu mér
mikilli deyfð. Gegn ráði læknis-
ins míns hætti ég að taka þau.
Blóðþrýstingurinn rauk þá upp,
og slagið var sennilega afleið-
ing þess. Nú tek ég þær aftur
— tvær töflur, á stærð við asp-
irintöflu, á dag — og er ráðinn
í að gera það framvegis.
En sá, sem sjálfur hefur feng-
ið slag, kemst þó að raun um