Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 147
ÁRÁS JAPANA Á PERLTJHÖFN
137
hendi, voru bundin við Filipps-
eyjar, Bretland og Atlantshafs-
svœðið, en á síðarnefnda svæð-
inu beindist viðleitni rikisins að
því að sigra þýzku nazistana.
Flugliðið hafði því aðeins 12
slíkar flugvélar á líawaii, þegar
Japanir gerðu árás sína þann
7. desember.
Er kom fram á sumarið 1940,
hafði bandarískum dulmálssér-
fræðingum tekizt að leysa dul-
málslykil, sem japanska utanrík-
isráðuneytið notaði, en þetta
er eitt snjallasta afrek i sögu
njósnanna. Bandarikin áttu nú
aðgang að öllum leynilegum
upplýsingum, njósnaskýrslum
Yoshikawa og svörum við þeim
frá Tokyo, öllu skeytaflóðinu,
sem barst til japanska sendiráðs-
ins í Washington og frá því til
Tokyo. En það hefði alveg eins
vel mátt grafa þennan fjársjóð
í jörð niður. Þýðingarmikil af-
rit slíkra leyniskeyta hrúguðust
upp óþýdd. Stundum leið vika,
þangað til þau voru þýdd. Og
nauðsynleg dreyfing slíkra upp-
lýsinga til réttra aðila, sem er
einn þýðingarmesti þáttur
njósnastarfseminnar, var öll í
molum, bæði vegna ódugnaðar
og einnig vegna allt of mikilla
tilrauna til þess að lialda öllu
leyndu fyrir öllum. Slik dreif-
ing gat að sjálfsögðu fengið Jap-
ana til þess að gruna, að dul-
málslykill þeirra hefði verið
ráðinn, og því var upplýsingum
oft haldið leyndum fyrir þeim,
sem þörfnuðust þeirra mest.
Kimmel aðmiráll lieldur þvi
fram, að alls enginn af hinum
svokölluðu „Töfra“-afritum hafi
nokkru sinni borizt honum í
hendur.
Þýðingarmikill þáttur í skipt-
um Bandaríkjanna við Japan var
geysilega óraunsætt vanmat á
þessari hæfileikamiklu þjóð. í
augum flestra Bandaríkjamanna
voru Japanir hlægilegt, smávax-
ið fólk með skögultennur og
hornspangargleraugu, iðið en
gersneytt öllu ímyndunarafli,
fólk, sem aðeins gat stælt afrek
annarra þjóða á ýmsum sviðum.
Sjálfútnefndir sérfræðingar
héldu því fram, að hin sérkenni-
lega bygging augna þeirra gerði
það að verkum, að þeir væru
lélegir flugmenn. í skýrslu sendi-
ráðs frá miðjum fjórða áratugn-
um getur að líta þessa klausu:
„í eyrnagöngum Japana er lík-
amlegur galli, sem hefur í för
með sér ófullkomið jafnvægis-
skyn.“
Japan var aðeins álitið vera
stórveldi á yfirborðinu, flug-
vélar þeirra voru álitnar einskis-
verður samsetningur, herskip
þeirra mjög léleg rneð allt of
mikilli yfirbyggingu, herstyrkur
þeirra í rauninni ósköp veiga-