Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 58
48
Ekki er hægt að segja, að slíkt
sé sérstaklega glæsilegt.
Það voru ítalinn Schiaparelli
og Bandaríkjamaðurinn Lowell,
sem gerðu skurðina á Marz svo
fræga. Lowell gerði ráð fyrir
því, að skurðir þessir væru
grafnir af vitsmunaverum, sem
notuðu þá til þess að veita því
litla vatni, sem fyrirfyndist,
um plánetuna. Það er víst eng-
inn stjörnufræðingur, sem tekur
slíkar hugmyndir alvarlega leng-
ur.
Um tima héldu menn, að skurð
irnir væru aðeins nokkurs kon-
ar sjónblekking, en nú gera menn
sér grein fyrir því, að þessar
rákir eru raunverulegar og tákna
eitthvað sérstakt. Allmargir
bandarískir stjörnufræðingar á-
líta, að þar sé um að ræða rétt-
hyrndar dældir í yfirborði plá-
netunnar, en umhverfis þær sé
svo jurtagróður. Ymsir franskir
stjörnufræðingar álíta, að um
sé að ræða mörg aðskilin yfir-
borðseinkenni, og virðist þessi
aðskildu einkenni í fljótu bragði
mynda nokkurs konar strik.
Þeir álíta, að þeir liafi við mjög
góð athugunarskilyrði séð
„skurðina“ gliðna i sundur,
þannig að aðeins virtist um rað-
ir af deplum að ræða, en ekki
samfelld strik. Skurðirnir eru
þannig einhvers konar myndan-
ir, sem eru á mörkum þess, sem
enn verður greint.
Einu staðirnir í sólkerfi okk-
ar, þar sem möguleiki er á til-
vist nokkurs þess, sem við köll-
um líf, eru jörðin og Marz. Mynd-
in, sem hér hefur verið dregin
upp af Marz, er ekki aðlað-
andi, kaldur og uppþornaður
hnöttur, þar sem ekki getur ver-
ið um æðra líf að ræða en i
mesta lagi mosa og skófir.
Ættum við ekki að vera glöð
yfir því þrátt fyrir allt, að við
búum hérna á jörðinni?
UNDRAVERÐ BJÖRGUNARBELTI.
Framleitt hefur verið björgunarbelti, sem er á stærð við vindl-
ingapakka, þegar það er samanbrotið. Þegar það er blásið upp
með hjálp kolsýrlingshyikis, getur það haldið fullvöxnum manni
á fíoti. Hægt er að bera það á úlnliðnum, eða við belti sér, og
einnig er mögulegt að nota það oftar en einu sirini.
Looking Ahead.