Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 123
ÍSLENZKA ULLIN
113
Reduktionsefni verka litið á
ullina enda notuð til að bleikja
hana, svo sem með brennisteins-
sýrlingi.
Oxydationsefni eins og vetnis-
superoxyd H2 O2 er einnig hægt
að nota til að bleikja, en þó
aðeins i þunnum upplausnum.
Ilalogenar, svo sem klór, breyta
ultinni mjög og nema alveg burt
þófeiginleikana. Klór er þvi
töluvert notað við ákveðna
framleiðslu.
Fiestöll hlutlaus málmsölt
verka ekki á ullina, þó bindur
ullin sölt hinna þrígildu málma
aluminiums, járns og króms
með verkun veikra sýra. Þetta
atriði er mjög veigamikið, vegna
þess að með þvi móti má mynda
óleysanleg litarsölt þessara
málma á ullinni.
Eitt af aðaleinkennum ullar-
innar er þófið, og er það al-
gjörlega physikaliskt. Til þess
að hægt sé að þæfa þarf bæði
hita, raka og mekaniska hreyf-
ingu.
Ullin er mjög góður einangr-
ari, en hleðst mjög auðveldlega
statísku rafmagni. Þetta er mjög
óheppilegt í vinnslunni, sérstak-
leaga í kembingu og spuna. Af
þeim orsökum er loftræsting
mjög nauðsynleg í ullarverk-
smiðjum.
Eins og allir vita er ullin
ákaflega hlý til fata, og er það
ekki eingöngu vegna þess að liún
leiðir illa hita heldur einnig
vegna loftstreymisins i ullarflík-
inni.
Þægindi fatnaðar í notkun,
standa í hlutfalli við einangrun-
argildi hráefnisins, liita um-
hverfisins, snið flikarinnar,
starfsemi líkamans og vindhraða
umhverfisins.
Hér á landi eru kindurnar
rúnar á vorin. Til vinnslu í
verksmiðjunum er mjög mikils-
vert að fá reyfin sem heilleg-
ust, því að þá er auðveldast að
meta og flokka ullina, og skal
það atriði skýrt nánar á með-
fylgjandi uppdrætti, sem er af
útbreyddu reyfi.
Tölurnar á skyssunni af reyf-
inu tákna finleika ullarinnar,
hæstu tölurnar (á kverkunum)
tákna fínustu ullina, en lægstu
tölurnar (á bógum ojg útlimum)
sýna hvar ullin er grófust. Þeg-
ar litið er á þessa skissu er auð-
sætt að auðveldast er að flokka
ullina í heillegu reyfi, þvi að
þegar búið er að þvo ullina er
allt komið í eina bendu og ó-
gerlegt að flokka nákvæmlega.
Það má greina ullarhárin í
3 flokka:
1. Þelhár, sem eru fín, bylgj-
uð og merglaus.
2. Toghár, sem eru sérstak-
lega löng og með merg.
3. Hár á fótum og' grönum,