Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 106
ÚRVAL
9(i
Þetta hefur meðal annars einu
sinni verið prófað á þann hátt,
að sérlærðum ritvélaviðgerðar-
manni var fengin í hendur not-
uð ritvél, og honum falið að
gera aðra ritvél, sem ynni ná-
kvæmlega eins, og spara hvorlti
til þess tíma eða fé. Sérfræð-
ingurinn sparaði hvorugt og
enga fyrirhöfn heldur, en á-
rangurinn varð samt sem áður
ekki betri en það, að sérfræð-
ingnum veittist auðvelt að greina
mismuninn.
Enn er það, að sama ritvélin
getur unnið misjafnt eftir því,
hver með hana fer. Það er merki-
legt í þessu sambandi, að rit-
vélin samhæfist fljótt vélritaran-
um. Ritvél, sem hefur verið i
höndum manns, sem skrifar
hægt og hefur misjafnt áslag,
hreytist strax, þegar vanur vél-
ritari fær hana í liendur, sem
slær hratt og jafnfast.
Viss stileinkenni koma og
fram i vinnu hvers vélritara, og
geta þau reynzt allþýðingarmik-
il við ákvörðun. Jafnvel þó að
notuð sé rafmagnsritvél, koma
þessi stíleinkenni fram, þó að
önnur einkenni komi þar ekki til
greina. Til dæmis getur bilið
á milli stafanna orðið misjafnt,
annaðhvort fyrir of mjúkt eða
of fast áslag.
Hættulegasta baráttuvopnið
gegn fölsurunum er þó tvíeygða
smásjáin, sem gerir fært að rann-
saka allar ójöfnur línunnar ná
kvæmlega.
Það gildir einu, hve kunnáttu-
samlega fölsunin er unnin: þar
segja alltaf til sín viss sálfræði-
leg atriði — titringur, vafi hik,
pennalyfting eða stanz til að
virða fyrir sér, hvernig til hel'-
ur tekizt — og þessi atriði, ann-
aðhvort eitt eða fleiri, koma
alltaf' fram við nána rannsókn
á hinu falsaða skjali.
Þá hefur og hugboð sérfræð-
ingsins, sem vinnur að rann-
sókninni, ósjaldan sína þýðingu.
Kannski léti hann blekkjast,
ef um fullkomna fölsun væri að
ræða, en fullkomin fölsun er
andstæð öllum rökum. Fölsun
getur að vísu orðið nægilega full-
komin til þess að liún nái til-
gangi sínum, blekki þann, sem
henni er fyrst og fremst ætlað
að blekkja, og komi þvi aldrei
til kasta sérfræðings að athuga
hana. Hitt kemur yfirleitt ekki
fyrir, að unnt sé að blekkja sér-
fræðinginn.
Peningafölsun er sérgrein,
einnig að þvi leyti til, að þar
á falsarinn ekki allt undir því,
hversu vel honum tekst fölsun-
ina, heldur miltlu fremur hinu,
að sá, sem við peningunum tek-
ur, hafi hann ekki grunaðan og
um leið svo nauman tima, að
hann geti ekki skoðað hinn fals-