Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 53
MARZ — DULARFULLUR NÁGRANNI
43
leyti lakari aðstöðu, sem athugar
Marz i gegnum stjörnusjónauka,
en maður, sem athugar mánann
berum augum.
Ásigkomulag gufuhvolfsins um-
hverfis jörðu getur torveldað
mönnum mjög allar athuganir
á plánetunni Marz. Við skulum
nefna nokkurt dæmi þvi til skýr-
ingar. Gerum ráð fyrir, að við
virðum fyrir okkur tunglið á
sumarkvöldi, þegar það gægist
upp við sjóndeildarhring, og
stefnan til þess liggur yfir mal-
bikaðan veg, sem sólin hefur
bakað daglangt og enn leggur
eiminn upp af. Það leiðir af
sjálfu sér, að tunglmyndin verð-
ur dauf og skrumskæld í augum
manns gegnum slika uppgufun.
Þó hafa straumar og ókyrrð í
gufuhvolfinu enn meiri áhrif,
varðandi athuganir á Marz, sök-
um þess hve örsmá sú pláneta
verður augum mannsins vegna
fjarlægðarinnar. Því verður
undantekningarjítið sú raunin,
að hinn örsmái yfirborðsflötur
hennar, frá okkur að sjá er við-
líka daufur og skrumskældur og'
yfirborð tunglsins i nefndu
dæmi. Við getum gert okkur í
hugarlund, hve lítið við gætum
vitað um tunglið, ef við hefðum
eingöngu átt þess kost að athuga
það við þær aðstæður, sem til-
nefndar eru í dæminu, jafnvel
þó að við gætum einstaka sinn-
um skoðað það gegnum leikhús-
sjónauka.
Það er því harla skiljanlegt,
að maður verði fyrst og fremst
fyrir vonbrigðum, þegar maður
athugar Marz gegnum sterkan
sjónauka fyrsta sinni. Engir
skurðir eru þar sjáanlegir.
Skurðina sér enginn nema eft-
ir langa þjálfun og við hinar
ákjósanlegustu aðstæður í gufu-
hvolfinu. Það er í rauninni harla
lítið merkilegt, sem maður sér,
þegar hann beinir stjörnusjón-
auka í fyrsta skipti að Marz. Það,
sem helzt vekur athyglina, er
lítill, hvítur díll og noklcrir
dökkgráir fletir á yfirborðinu,
sem er mjög Ijóst að öðru leyti.
Frá þessu verður nánar sagt
seinna í greininni.
Marz snýst einn hring um
möndul sinn á rúmlega 24 klst.,
og er möndulstefnan sú, að árs-
tíðaskipti eru þar eins og á jörð-
unni. Hviti díllinn, sem á var
minnzt, er hjarnskaut, sem sjá-
anlegt er í stjörnusjónauka.
Mælt hefur verið hitastigið á
ýmsum stöðum á Marz, og kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að veð-
urfar sé þar mun harðara en á
jörðunni. Þar verður meðalhiti
ársins -^-25° en á jörðunni er
hann +10°. Þar sem dökkgráu
flekkirnir eru á yfirborðinu, hef-
ur hitinn mælzt allt að 30: stig-
um, en hitamunur dags og næt-