Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 150
140
ÚRVAL
hátt: „Genda skrifaði lilutverk-
in handa okkur. Ég og flugmenn
mínir settu leikinn á svið.“
Þörf var á geysilega nákvæmri
miðunartækni, þar eð sprengju
flugvélarnar yrðu að steypa sér
alveg niður að skotmarki, að
heita mátti. Fuchida leysti þetta
vandamál með því að láta flug-
mennina ekki sleppa sprengj-
uniim fyrr en í 450 metra hæð
í stað 600 metra, er áður hafði
tíðkazt. Þannig urðu þeir að
fljúga alveg inn í gin dauðans
og sveigja frá gini hans á allra
síðustu stundu. En flugmennirn-
ir tóku þessari breytingu fegins
hendi, og nákvæm miðun
sprengjuflugmannanna jókst
geysilega.
En það var erfiðara að betr-
umbæfa nákvæma miðun þeirra
flugvéla, er vörpuðu sprengjum
úr mikilli hæð. Japan átti engin
tæki, er kæmust í hálfkvisti við
hin nálcvæmu „Norden"
sprengjumiðunartæki Banda-
ríkjamanna. Þeir treystu aðeins
á góða sjón og ósjálfráða kennd,
er segði þeim til um hið rétta
augnablik, er sprengjunni skyldi
sleppt. Flotinn hafði ekki held-
ur af miklum afrekum að státa
á þessu sviði, þ. e. hvað snerti
sprengjuvarp úr mikilli hæð. í
Kína, þar sem varla var um
nokkrar loftvarnir að ræða,
hæfði aðeins tíunda hver
sprengja markið eða jafnvel enn
færri.
En miklu má áorka með stöð-
ugri, skynsamlegri þjálfun. Fuc-
hida valdi snjallan spreng'ju-
skotmann í forystuvélina í hverri
deild og sá um, að hann flygi
alltaf með sama flugmanninum,
þannig að mennirnir vendust
samstarfinu hvor við annan.
Siðan tók hann að vinna að því
að ná betri árangri i miðun og
sprengjukasti. Hann hélt þessu
stöðugt áfram. Bændurnir nálægt
Izumi, en þar fór mikið af þess-
um æfingum fram, kvörtuðu yfir
hinum stöðugu vélardyn, sem
gerði það að verkum, að hæn-
urnar þeirra væru hættar að
verpa. En að lokum tókst Fuc-
hida að ná eftirtektarverðum á-
rangri. í sprengjuvörpunar-
keppni, sem haldin var þ. 24.
október, hitti önnur hver
sprengja skip, sem látin voru
sigla í endalausa króka i sterk-
um vindi. Fuchida gerði ráð
fyrir því, að þessi 5 flugvéla
deild, sem þátt tók í keppninni,
hefði afrekað enn meiru, hefðu
skipin legið við akkeri. Hélt
hann að þá hefði aðeins fimmta
hver sprengja misst marks. Hann
hafði þannig í raun og veru bætt
sterku, nýju vopni við flugstyrk
japanska flotans.