Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 112
102
ÚRVAL
að aðal kraftaverkið er fólgið i
endurhæfingunni. Að fá slag
veldur því ekki lengur að maður
verði óstarfhæfur upp frá því
—• ef byrjað er á endurhæfing-
unni nógu snemma. Aðgerðar-
leysi getur valdið meiri skaða
heldur en upprunalega skemmd-
in af slaginu. Fyrst í stað eru
vöðvar og taugar í lömuðu lík-
amshlutunum jafn lieitbrigð og
áður; það er aðeins heilamið-
stöðin, sem stjórnar þeim, sem
er sködduð. En rýrnun vöðva og
tauga hefst fljótlega við hreyf-
ingarleysið. Og fieira bætist við:
blóðrásin verður hægari, kalk
minkar í beinunum; sjúklingn-
um hættir við að komast fljót-
lega á þá skoðun, að hann verði
öryrki til æviloka.
Ég sat uppi í rúminu á fyrsta
degi eftir slagið. Á öðrum degi
fór ég framúr og stóð í fæturna,
með aðstoð, þótt fóturinn væn
algerlega lamaður. Þann sama
dag' hóf nuddlæknir sjúkrahúss-
ins þegar að nudda vöðvana
gætilega á tveggja til þriggja
tima fresti, þótt ég gæti enn
ekki hreyft þá neitt sjálfur. Fyr-
ir vikulokin komst ég með að-
stoð yfir herbergið til baðher-
bergisins. Á hverjum degi sat
ég í stól á meðan búið var um
rúm mitt.
Dr. Howard Rusk, forstöðu-
maður æfinga- og endurhæfing-
arstofnunarinnar við Bellevue-
háskólann i New York, sem ég
var fluttur til, til kröftugrar æf-
ingameðferðar, tíu dögum eftir
að ég fékk slagið, segir svo: „Sé
einföld æfingameðferð liafin á
fyrstu vikunni eftir slagið, verða
flestir sjúklingar orðnir gang-
færir og sjálfbjarga eftir sex til
átta vikur og stundum fyrr.
Ég lærði, að það bezta, sem
fjölskyldan getur gert fyrir sjúkl-
ing, sem fengið hefur slag, er að
koma ekki fram við hann sem
öryrkja. Konan mín, blessun-
in, telur það sjálfgefið, að ég
geti gert hvað sem er. Einhvern-
veginn virðist samt svo, að hún
sé alltaf við höndina, þegar ég
er að fara í skyrtu, og það kem-
ur eins og af sjálfu, sér að hún
hjálpar mér stundum með man-
séttuhnappinn á vinstri ermi.
Ég finn ekki til þess, að ég þurfi
hjálp. Trúið mér, að það er mik-
ilvægt.
Endurbatinn er ekki auðveld-
ur, hvorki fyrir sjúklinginn eða
fjölskyldu hans. Sjúklingnum
kann að liða vel og líta prýði-
lega út, líkamlega. En hluti af
heilanum hefur eyðilagzt. Að-
eins náttúran getur með tíman-
um æft aðra hluta heilans til
að taka við hlutverki hans. Þar
til það verður, má búast við geð-
breytingum. Til dæmis eru slik-
ir sjúklingar í afturbata nærri