Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 55
MARZ — DULARFULLUR NÁGRANNI
45
Stóri stjörnusjónaukinn á Palomar-
fjalli er í rauninni ekki ætlaður til
myndatöku plánetanna, og hægt er að
fá alveg eins góðar myndir með hjálp
annarra stjörnusjónauka. En til þess
að fullnægja forvitni fólks, hafa verið
teknar nokkrar plánetumyndir með
honum. Hér er ein af myndatökunum
af Marz. Sagt hefur verið um þessa
notkun stjörnusjónáukans, að hún sé
tilsvarandi því, að risahafskipið „Uni-
ted States“ væri notað sem ferja í
New Yorkhöfn.
Ský fyrirfinnast kringum Marz,
meira að segja þrenns konar,
blá, gul og hvít. Bláu skýin eru
lengst úti í gufuhvolfinu, en
gulu skýin svo nálæg yfirborði
plánetunnar, að telja má líklegt,
að þar sé um að ræða rykský
af völdum storma. Hjarnhetturn-
ar á skautum plánetunnar og
ljósu flákarnir, sem án efa eru
eyðimerkur, inynda til samans
þrjá fjórðu hluta af öllu yfir
liorði hennar. Hefur franskur
stjörnufræðingur haldið þvi
fram, að sandlögin tækju lit af
járnsýringi, en bandarískir
stjörnufræðingar álita, að litur
þeirra stafi af felsit, steinefni
sem inniheldur mestmegnis alu-
miniumsilikat.
Hvítu skýin sjást einkum yfir
hjarnskautunum. í lok sumars-
ins á Marz eru hvítu dílarnir,
skautin, langminnstir. Þá hjúp-
ast þeir hvítu skýjaþykkni, sem
stöðugt breiðir úr sér, unz það
nær allt að 45. breiddargráðu.
Þetta helzt allt haustið og vel-