Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 162
152
ÚRVAL
hagstætt: lítill vindur, dimmt og
þungbúið loft, nægileg þoka til
þess að tryggja litið skyggni.
Hraðinn var takmarkaður við
12—13 hnútaþ. e. a. s. siglinga-
hraða hinna hægfara olíuflutn-
ingaskipa.
Útvarpssenditæki skipanna
voru innsigluð eða falin til þess
að tryggja það algerlega, að þau
yrðu ekki notuð, og veifur og
Ijósmerkjatæki voru notuð til
þess að koma skilaboðum milli
skipanna. Öll skipin voru strang-
lega myrkvuð að næturlagi, og
skilaboð voru þá send á milli
þeirra með sérstaklega miðuð-
um, mjóum Ijósmerkjum. Á olíu-
flutningaskipunum var allt gert
til þess að draga úr hinum stóra,
svarta reykmekki, sem þau gáfu
venjulega frá sér.
En enginn þessara varúðarráð-
stafanna gat bægt burt þeim
ofurþunga eftirvæntingarinnar,
er lá sem mara á Nagumo næst-
um frá því augnabliki, er flotinn
sigldi af stað til Hawaii. Á herð-
um hans hvíldi slík byrði, að
fáir flotaforingjar munu nokkru
sinni hafa borið aðra eins. Á-
rásarliðinu myndi aðeins heppn-
ast ætlunarverk sitt, ef hægt
væri að koma óvininuin alger-
lega að óvörum. Og Nagumo gat
alls ekki losað sig við þá lam-
andi kennd, að hann væri undir
stöðugu efíirliti bandarískra
kafbáta. Þar að auki hafði hann
stöðugar áhyggjur af því, að
orðsending sú bærist honum ef
til vill ekki í hendur, sem flota-
stjórnin ætlaði að senda, ef
samningar næðust og stjórnar-
völdin ákvæðu að hætta við á-
rásina.
Hvorki áhyggjur hans né hin
sívaxandi eftirvænting og þensla
um borð virtist hafa áhrif á hina
fífldjörfu flugmenn. Þeir voru
vanir að hætta stöðugt lífi sínu
við hættuleg störf, og' hin ofboðs-
lega liollusta þeirra við keisara
og þjóð gerði það að verkum,
að þeir gátu auðveldlega slakað
á og skemmt sér konunglega á
kvöldin við sakedrykkju og upp-
áhaldsleiki sem go og shogi, en
á daginn héldu þeir áfram þjálf-
uninni af sama áhuga sem fyrr.
Flugmennirnir á tundurskeyta-
og sprengjuflugvélunum athug-
uðu gaumgæfilega likön í réttum
hlutföllum af Fordeyju, þangað
til þeir þekktu hverja bugðu
strandlengjunnar. Þeir sátu tím-
unum saman yfir líkönum af
bandarískum herskipum, þangað
til þeir gátu þekkt þau með
nafni tafarlaust.
Um borð í Soryu vakti yfir-
liðþjálfinn Noboru Kanai sér-
staka aðdáun vegna ofboðslegs
áhuga síns, en hann var álitinn
bezti sprengjuskotmaðurínn í
japanska flotanum. Hann fór