Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 61
SJÁLFSSTJÓRN ER SANNKÖLLUÐ LIST
51
minnir mig á piparmeyjuna, sem
kom inn i húsgagnaverzlun og
spurði hvort hún gæti fengið
tvö samstæð rúm í skiptum fyrir
gamalt tveggjamanna rúm. „Það
er óvenjulegt að farið sé fram á
slikt,“ sagði afgreiðslumaður-
inn. „Hvað er að rúminu?“ „Ég
er einhleyp," svaraði hún, „og
á hverju kvöldi áður en ég leggst
fyrir, gái ég undir rúmið, hvort
þar sé nokkur karlmaður. Ef
ég hefði tvö rúm, mundu líkur
mínar aukast um helming.“
í Þingtíðindunum má sjá, að
innan klukkustundar hafði frum-
varpið verið sainþykkt.
2. Að gefa sér góðan tíma. Þeg-
ar menn eru í einhverri klemmu
eða geðshræringu, hættir mönn-
um til að vera of fljótfærir. En
„að doka við getur forðað þér
frá að gera skyssu,“ segir banda-
ríski baseballleikarinn Marshall
Bridges.
Ofurlítill frestur getur einnig
nægt til þess, að frám í hugann
komi rétta svarið, sem er dottið
úr manni i svipinn. Vinur minn
einn, sem er enskukennari, var
eitt sinn að ræða við bekk sinn
um sjónleik, en mundi ekki í
svipinn, hvað höfundurinn hét,
og bekkurinn var farinn að hafa
grun um það. En í stað þess að
láta það setja sig út af laginu,
liélt hann samræðunum áfram
og reyndi jafnframt að koma
fyrir sig nafninu. Að lokum rann
það upp fyrir honum, og um leið
og hann gat þess, að það væri
Sir James Barry, bætti hann við:
„Ég er hissa á því, að enginn
ykkar skyldi muna það.“
3. Varizt mikillæti. Að leita
sjálfsánægju með því, að leiða
sínar hugmyndir og sinn vilja
fram til „sigurs“ — veldur sí-
felldri spennu. Öllum er mein-
illa við að verða að láta í minni
pokann. Samt sem áður setjum
vér oft andstæðing vorn, undir-
mann eða yfirmann í þá óþægi-
legu aðstöðu með kröfum vorum.
„Mikilvægt atriði i starfi
mínu,“ segir verkfallssáttasemj-
arinn Theodore Kheel, „er að
forðast það, að mönnum finnist
sém þeir séu að láta í minni
pokann. Ég' geri það meðal ann-
ars á þann hátt, að leiða rök-
ræður deiluaðilana smám saman
inn á þær brautir, þar sem ég
get stungið upp á málamiðlun.
Jafnskjótt og ég hef slegið fram
tillögu minni, leiði ég talið frá
henni. Ég fer að tala um bátinn
minn — eða eitthvað annað, til
þess að gefa þeim nægan tíma
til að hugleiða tilboðið, áður en
þeir fara að ræða það. Siðar
grennslast ég svo eftir viðhorf-
um þeirra. Þessi aðferð kemur
venjulega í veg fyrir, að neian
aðilinn lendi i þeirri aðstöðu,
að hann eigi erfitt með að draga