Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 161
ÁRÁS JAPANA Á PERLVHÖFN
151
höfðu ekki haft minnstu hug-
mynd um hana. Sumir höfðu
álitið, að aðeins væri um æfing-
arferð að ræða.
Nagumo skýrði þeim frá því,
að enn væri ekki alveg víst, að
úr árásinni yrði. Ef samningar
tækjust milli Japan og Banda-
ríkjanna, yrði árásarflotanum
skipað að hverfa aftur heim til
Japan. En yrði svo ekki og sama
vandræðaástandið héldist í
skiptum landanha, væri ekki um
aðrá leið að ræða en að hefja
árás þessa. Hún yrði hættuleg,
en hún væri ólýsanlega þýð-
ingarmikil fyrir hernaðaráætl-
anir Japana í heild, og sérhver
maður yrði að gera sitt ýtrasta
•til þess, að hún heppnaðist.
Einn æðsti undirmaður Nagu-
mos skýrði nú frá áætluninni í
heild, en annar ræddi um var-
úðarráðstafanir þær, sem um
hönd yrði að hafa og slcyldur
hverrar liðssveitar i hinni hættu-
legu ferð til Hawaii. Síðan tóku
flugmennirnir i rauninni við
fundarhaldinu. Genda einn tal-
aði i næstum klukkustund og
útskýrði, hvað gert skyldi við
hverjar þær hugsanlegar aðstæð-
ur, sem kynnu að skapast. Þeir
Murata, Fuchida og aðrir héldu
þessum viðræðum siðan áfram.
Gert var ráð fyrir tveim árás-
arsveitum flugvéla, er héldu eigi
alveg samtímis til skotmarksins.
Allir yfirforingjar beggja sveit-
anna athuguðu og ræddu nú í
sameiningu sérhvert smáatriði
árásarinnar frá byrjun til enda.
Þeir og flugmenn þeirra voru
í rauninni að ganga hugsanlegum
dauða á hönd i ferð þessari, og
því var tilviljunin ekki látin
ráða um neitt, er för þessa
snerti.
ÁRÁSARFLOTINN SIGLIR AF
STAÐ
Þ. 25. nóvemþer barst Nagumo
orðsending sú, sem hann hafði
kviðið fyrir. Yamamoto skipaði
honum að sigla af stað til Haw-
aii næsta dag.
Fyrstn úrásin mun fctra fram
i dögun, á X-degi (sem tilkynnt
verður um i síðari skipun).
Ef samningar nást við fíanda-
rikin, á árásarflotinn að snúa
tafarlaust aftur til Japan.
Þessi risavaxna áætlun, sem
hafði verið undirbúin svo vand-
iega, hafði verið þaulæfð. Nú
yrði Nagumo að framkvæma
hana, þrátt fyrir það, að hann
hafði vonað að sleppa við það.
Hin örlagarika sigling hófst
skömmu fyrir dögun þ. 26. nóv-
ember. Skip árásarflotans voru
sveipuð morgunmistrinu og líkt-
ust draugaskipum, er þau sigldu
hægt frá landi.
Fyrstu dagarnir á hafinu voru
viðburðalitlir. Veðrið var mjög