Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 51
FLÆKINGUR í NAPÓLÍ
41
meS hjálp vina, sem raunveru-
lega bera hag þeirra fyrir
brjósti.“
Faðir Borelli gefur út ritið
„Lo Scugnizzo“, sem kemur út
annan hvern mánuð. Ritið seg-
ir frá andlegri og líkamlegri
niðurlægingu heimilislausu
barnanna i Napólí. Hann er einn-
ig að rita sína eigin sögu.
„Eitthvað verður að gera,“
segir hann. „Vandamálið er
fyrir hendi, og við getum ekki
litið frain hjá því. Það krefst
fjármagns, en ef eitthvað er
gert til að ráða fram úr því,
koma peningarnir.“
TÖFRAVEGUR.
Vegur, sem mun geta borið þung farartæki i votlendi og hægt
er að flytja með sér stað úr stað og nota aftur og aftur, er nú
fáanlegur i metratali. Er hann framleiddur í risastórum rúllum
og er úr báruðu alumíni. Vörubill getur lagt hálfa milu slíks veg-
ar á einni klukkustund. Looking Ahead.
NÝ GEYMSLUTÆKI 1 BLÓÐBÖNKUM.
Nú kann það að reynast hagkvæmt, jafnvel fyrir lítil sjúkra-
hús, að geyma frosið blóð til blóðgjafa í miklu lengri tíma en
áður, eða allt að fjórum ár.um. Ný geymsluaðferð hefur gert þetta
mögulegt. Hún er fólgin í því, að bætt er í blóðið efni, sem ver
það skemmtíum, og síðan er efninu náð úr, er nota á blóðið. Þessi
tiltölulega einfalda og ódýra aðferð var fundin upp og fullkomn-
uð af dr. Charles E. Huggins við læknadeild Harvardháskóla og
Aðalsjúkrahús Massashusetts.
Hann segir, að í blóðið sé blandað dimethylsulphoxide, brenni-
steinsefnasambandi, áður en blóðið er fryst, en efni þetta verndar
hin viðkvæmu rauðu blóðkorn. Dr. Huggins hefur fundið upp að-
ferð til Þess að ná efni þessu aftur úr blóðinu, eftir að blóðið hef-
ur verið þítt.
Núverandi geymsluaðferðir eru svo ófullkomnar, að blóð verð-
ur oft óhæft til blóðgjafa að 3 vikum liðnum. Aðrar aðferðir við
lengri geymslu blóðsins eru allt of flóknar og dýrar til almennr-
ar notkunar. Science Horizons.