Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 88
ÚRVAL
ir gerðu lionum kleift að stilla
sjóúr sitt og forðast vont veður.
Radíómiðunarstöð til að fá stað-
arlínur, og talsímasamband var
hægt að hafa bæði við fólk á
skipinu og í landi. Dýptarmælir-
inn skráði stöðugt dýpið und-
ir kilinum, ratsjáin mældi
vegalengdir og miðanir af
þeim hlutum, sem í nálægð voru,
jafnvel i svörtustu jjoku. Þús-
und mílur frá loransendistöðv-
unum.
Þáttaskil í þróiiiiarsögunni.
— Fram til 1954 er siglinga-
fræðin ennþá greinilega list, en
þó borin uppi af mörgum vís-
indalegum aðferðum. Sjó-
mennskan er ennþá í fullu gildi,
og úrræðasemi sjómannsins er
ennþá meira virði en öll tækn-
in. Á sérhverju augnabliki sigl-
ingarinnar geta borið að hönd-
um vandamál, þar sem tækninni
verður ekki komið að, og ráð-
snilli og reynsla sjómannsins er
ein fær um að leysa vandann.
Við þáttaskil þau, sem liér verða
í þróun siglingafræðinnar lýkur
tímabili, sem nær frá upphafi
siglinga. Hér lýkur tímabili
hinnar flötu siglingar. Siglingin
hefur verið framkvæmd á fleti
jarðarinnar og hafanna. Stærð-
fræðilega hefur hún aðeins tvær
víddir, lengd og breidd. Sigl-
ingarfræði hinnar flötu sigling-
ar hefur verið borin uppi af
ýmsum stærðfræðilegum og
eðlisfræðilegum lögmálum, sem
sum hver voru aðeins leyst
vegna nauðsynja siglingafræð-
innar. Siglingafræðin hefur því
verið ein af hyrningarsteinum
og lífgjöfum náttúruvísindanna.
Tímabilið sem hefst, er tíma-
bil hinnar þrívíddusiglingar.
Siglingin fer fram í rúminu og
hefur þrjár víddir, lengd, breidd
og hæð. Siglingafræðin, sem
stjórnar víðu siglingunni, er bor-
in uppi af góðu og gömlu lög-
máli, þyngdarlögmáli Newtons.
Á þessu lögmáli er tregðustýr-
ingin byggð, en með tregðustýr-
ingunni er kjarnorkukafbátum
og geimskipum stjórnað.
Tímabil þrívíðu siglingarinn-
ar má að líkum telja að hefjist,
þegar Bandaríkjafloti tók opin-
berlega við kjarnorkukafbátn-
um Nautitus, í september 1954.
Hlutskipti vísindanna er orð-
ið meira en hlutur sjómennsk-
unnar. Siglingafræðin er ekki
lengur list heldur hrein vísindi.
Sjókortið. — Nokkurs konar
leiðsögubók fyrir sjófarendur
var skrifuð fáum öldum fyrir
Krist. Þó að ekki sé hægt að
rekja sögu sjókortsins það langt
aftur í tímann er ekki óhugs-
andi, að sjókort hafi verið til
á þeim tíma. Frá fyrstu tímum
hafa menn án efa vitað, að það
er erfiðara að útskýra hvernig