Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 74
64
ÚRVAL
billjónir ljósára, en hvert ljós-
ár jafngildir sex trilljón milum.
4. KJAliNORKAN: ORKA OG
LYKILL
Charles H. Weaver, varaforseti
og framkvæmdastjóri kjarnorkn-
varna og geimferffadeildar West-
inghouse Electric Corp.
Það má telja upphaf þeirrar
vísindalegu byltingar, sem nú
stendur yfir, þegar Albert Ein-
stein sýndi fram á, að breyta
mætti efni í orku og orku í efni
eftir vild.
Kjarnakljúfurinn framkvæmir
þá breytingu. Örlitlu magni af
efni, t.d. úraníum er breytt þar
í hitaorku.
Árið 1942 komu þeir Enrico
Fermi og starfsbræður hans við
háskólsnn í Chicagó af stað
fyrstu kjarnorkukeðjuverkun-
inni. Ellefu árum síðar tók drif-
öxull að snúast í byggingu einni
i Idahoauðninni, og þar með
var fyrsta kjarnorkuknúna vél-
in tekin í notkun. Þessi vél, sem
smiðuð var til að knýja banda-
riska kafbátinn „Nautilus“, gerði
manninum það fært í fyrsta
sinni, að hagnýta sér beizlaöa
orku kjarnans.
Aflstöðvar breyta hita af
kjarnaklofningi i raforku. Geisla-
virkir isotopar leggja læknavís-
indunum lið i baráttunni við
krabbamein og leitinni að ýms-
um sjúkdómum. í iðnaði og land-
búnaði koma geislavirk efni og
að góðu gagni. Og þegar fyrstu
manneskjurnar Ieggja af stað til
Marz eða Venusar, verður sú
för aðeins framkvæmanleg, að
geimfar þeirra verði knúið
kjarnorku.
Prófessor Wolfgang K.II. Pan-
ovskg, forstjóri kjarneindarann-
sókna viff Stanfórdháskólann:
Fyrst í stað þekktum við ein-
göngu þrjár kjarnaeindir, elekt-
rónurnar, prótónurnar og neutr-
ónurnar. Nú höfum við upp-
götvað til viðbótar heilan her-
skara aí' mesónum, neutrinosum,
hyperónum og andeindum, yfir
þrjátíu talsins. Til þess að kanna
þetta örsmáa sólkerfi, og í þeirri
von, að finna þar einhyer ráð-
andi lögmál, bcitum við meðal
annars flóknustu og' tröllaukn-
ustu tækjum, sem maðurinn hef-
ur nokkru sinni gert sér; t.d.
30-bev (30 billjónir rafeinda-
volta) prótónuskyndi (accelera-
tor) í Brookhaven i Bandaríkj-
unum og Cern í Sviss.
Við höfum enn tröllauknari
tæki sömu gerðar i smíðum, og
hefur bandaríska rikisstjórnin
lagt fram fé til þess. Jafnvel nú
þegar, eða fimm árum áður en
reiknað er með að þessi tæki
verði fullgerð, ræða vísinda-