Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 153
AfíÁS JAPANA Á PERLUHÖFN
143
einnig', að þegar þeir flygju yfir
Yamagataya-deildarverzlunina,
myndu þeir sjá gasgeymi rétt við
höfnina. Er þeir kæmu að lion-
um, ættu þeir að lækka flugið
ailt niður í 65 fet, halda flug-
vélinni síðan í láréttri stellingu
á 150 hnúta hraða og sleppa
tundurskeytinu, sem miða átti
að skotmarki, sem var um 1000
fetum frá hafnarbakkanum.
Flugmennirnir voru nú orð-
lausir af undrun. Ef hin minnstu
mistök yrðu í svona lítilli hæð,
mynd'U viðkomandi vélar steyp-
ast beint i flóann.
Fuchida sagði þeim, að þegar
þeir væru biinir að sleppa tund-
urskeytunum, ættu þeir hver fyr-
ir sig' að fljúga til liægri og
hækka flugið og snúa aftur til
flugvallarins. Hann varaði þá
við og sagði, að þetta myndi
reynast erfitt. Miðunarfjarlægð-
in var mjög stutt, og margar
hindranir yrðu í vegi þeirra í
svo lítilli hæð. Allt væri undir
þvi komið, að finna hinn gullna
meðalveg milli fífldirfsku og
varkárni, og ])ví ætlaði Murata
flugyfirforingi að fljúga þessa
leið fyrstur til þess að sýna þeim,
til hvers væri ætlazt af þeim.
Fuchida kallaði Murata afsíð-
is og spurði hann: „Geturðu
gert þetta?“ Þetta var likt og
að spyrja djöfulinn að því, hvort
hann gæti syndgað. Murata, bezti
tundurskeytaskotmaður flotans,
var slikur flugmaður, að hann
hcfði verið reiðubúinn að fljúga
alla þessa leið á hvolfi.
íbúar Kagoshimaborgar urðu
mjög undrandi þennan dag, er
þeir sáu hverja flugvélina af
annarri streyma frá dalnum í
áttina til flóans, fljúga beint
yfir borgina, svo lágt, að flug-
vélarnar strukust næstum við
þökin. Fuchida var mjög ánægð-
ur. Engum flugmanni mistókst
flugið.
Fuchida skýrir frá því, að
er hann virti flugvélarnar fyrir
sér, hafi þessi sýn virtzt mást
út og þess í stað hafi hann séð
sjálfa Perluhöfn fyrir sér og
risastóru skipin, Pennsylvania,
Nevada, Saratoga, Lexington og
Arizona, liggja þar við festar.
Svo sá hann tundurskeytin skilja
eftir sig hvítar rákir á yfirborði
hafnarinnar, sá vatnssúlurnar
þeytast i loft upp, heyrði spreng-
ingarnar, sá skipin, er lögðust
á hliðina, og heyrði grimmilegt
geltið i loftvarnabyssunum.
Nú voru flugmennirnir þjálf-
aðir daglega í að varpa tundur-
skeytum, og íbúar borgarinnar
tóku að örvænta yfir agaleysinu
i flotanum. Það var eins og yfir-
menn flotans hvettu mennina
jafnvel til þess að fljúga rétt yfir
þökum borgarinnar.
Meðan á þesu stóð, lét Genda