Úrval - 01.04.1965, Síða 9
TVÍSÝNT ÚTLIT — ÓKUNN ORSÖIÍ
7
hristing). Úr blóðsýnishornum, sem
tekin voru strax í upphafi, hafði
ræktast staphijlococcus .aureus
(gullinstafur). Richard hafði sýni-
lega haft þessa stafgerilsmitun ein-
hversstaðar i líkamanum áður en
hann datt á olnbogann, og gerill-
inn hafði svo fundið sér þroska-
vænlegan stað í viðkvæmu olnboga-
beininu. Lyfin liöfðu haldið ígerð-
inni í skefjum, án þess að geta ráð-
ið niðurlögum hennar, og ruglað
sjúkdómsgreininguna. Gerillinn
hafði einnig náð fótfestu á einni
hjartalokunni, sem smitað blóð
Richards streymdi stöðug yfir i
hringrás sinni um líkama hans.
Læknarnir gátu loksins ráðizt að
sjálfri uppsprettu sjúkdómsins.
Beinafræðingarnir helltu í Richard
risastórum lyfjaskömmtum, og
skáru jafnframt inn að igerðinni og
veittu henni útrás. Hjartasérfræð-
ingar fengust við hjartað í honum.
Fyrir aðeins fáum árum hefði þessi
bein- og hjartasmitun Ricliards
getað valdið honum óbætanlegu
heilsutjóni. Hann hefði að sjálf-
sögðu orðið að liggja í sjúkrahúsi
mánuðum saman, fengið stöðug
endurköst og órðið bældaður til
æviloka. Með nútíma gerlaeyðandi
lyfjum tókst að lækna hvorttveggja.
I dag er Richard þrekmikill og
hraustur unglingur, sem lifir eðli-
legu lífi. Hann er meira að segja
meðlimur i glímuflokki í mennta-
skóla sínum.
Ilið furðulega er, að foreldrar
Richards þurftu ekkert að greiða
fyrir læknishjálpina. Richard Main
var ekki einkasjúklingur neins.
Hann var drengur, sem var fluttur
í ofhoði til sjúkrahússins um miðja
nótt, nær dauða en lífi. Slikir
„heimilissjúklingar“ (house pati-
enst“) eru allt i senn, hvatning,
tækifæri og skyldukvöð fyrir nú-
tima læknamiðstöð.
Með þvi að ráða gátuna um bólg-
inn handlegg og hitasótt Richards,
björguðu læknarnir við Barnaspít-
alans lífi eins drengs. En þeir gerðu
meira. Þeir gerðu auðveldari siðari
sjúkdómsgreiningar i svipuðum til-
vikum, og það lcann að geta bjarg-
að þúsundum mannslifa út úm víða
veröld. Og þcir höfðu um leið auðg-
að læknabókmenntirnar um eina
frásögn í almestu furðuverkasögu
veraldarinnar.
Velþekktur Hollywoodleikari sagði við 7 ára son sinn við morgun-
verðarborðið: „Mér þykir þetta m.iög leitt, Christopher, en í dag verð
ég að fá bílinn og bílstjórann lánaðan, því að ég þarf að ljúka nokkr-
um viðskiptaerindum. „En pabbi,“ maldaði Christopher litli í móinn,
„hvernig í ósköpunum á ég þá að komast í skólann?" „Nú, þú kemst
líklega í skólann eins og hvert annaö barn í Ameríku," svaraði faðir-
jnn reiðilega. „Þú tekur bara leigubíl!" Parade,