Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 13
TÍZKUSNILLINGURINN „COCO“ CHANEL
mistekizt. Ári<5 1939 lokaði Chanel
saumastofu og verzlun sinni, dró
sig í hlé og bjó á Ritz hótelinu. En
15 árum síðar hóf Chanel aftur
starfsemi sína, enn einu sinni leið
á iðjuleysinu og hvött af hinni nýju
tízku Christian Dior, og vann enn
meiri hylli almennings en nokkru
sinni fyrr.
í dag er Chanel fyrirtækið til
húsa í sjö hæða byggingn við 31
Rue Cambon. Einkaíbúð Coco Cha-
nels er á þriðju liæð. Á efri hæðun-
um eru teiknistofur og vinnustof-
ur en á neðri hæðunum eru verzl-
anir, þar sem seld eru ilmvötn, sáp-
ur, snyrtivörur, skartgripir og ann-
ar tízkuvarningur. (Chanel 5 sclzt
betur en nokkurt annað ilmvatn í
140 löndum. Þótt Chanel ráði ekki
lengur yfir framleiðslunni, fær hún
gjald af hverri seldri flösku.)
11
Það er mikið annríki Iijá fyrir-
tækinu. Þó að dragtir kosti 400
sterlingspund er eftirspurnin svo
mikil, að viðskiptavinirnir verða
að bíða fjórar til sex vikur eftir
afgreiðslu. En ef til vill er hægara
að draga rétta ályktun um áhrifin,
sem Chanel hefur haft á kventízk-
una, með því að athuga það, sem
gerist í öðrum Parísarbúðum, þar
sem allt að sjö af hverjum tíu kjól-
um, sem seldir eru, eru eftirliking-
ar af Chanel-kjólum. „Látum þá
herma eftir,“ segir hún. „Hugmynd-
ir mínar eru fyrir alla.“
„Chanel" hrópar ung tízkumær.
„Hvernig getur nokkur maður vit-
að livað það þýðir í raun og veru?
í hvert sinn, sem kona skoðar á
sér skartgripi, imyndar hún sér sig
klædda Chaneldragt, hvað svo sem
spegillinn sýnir.“
Flestir menn verða oftar dregnir á tálar af sinni eigin skammsýni
heldur en af lævisi annarra.
Tveir menn eru til, sem aldrei hafa gert neina heimsku. Þeir eru þú
og ég, vinur minn.
Leyndarmálin líkjast mislingum. Þau útbreiðast óskiljanlega og eru
smitandi.
Það er eins með lífið og vínið. Sá, sem vill njóta góðs af því, má ekki
ganga of nærri dreggjunum.
Fáir eru svo skynsamir, að þeir fyrirlíti lof heimskunnar.
Fleygðu ekki neti Þínu þangað sem enginn fiskur er.