Úrval - 01.04.1965, Page 14
12
ÚRVAL
Paul Lukas leikari hefur sagt eftir-
farandi sögu um fyrstu daga sína 1
New York, er hann var nýkominn
þangað frá Ungverjalandi. Hann
hringdi í alla þá í simaskránni, sem
báru ættarnafnið Lukas, og spurði:
„Eruð þér skyldur Lukas-fjölskyld-
unni í Kiskundorozsma í Ungverja-
landi?" Og alltaf kvað við ólundar-
legt „Nei.“
Samkvæmt uppástungu eins af með-
leikendum sínum endurtók Lukas til-
raunina, og nú gekk honum tölu-
vert betur, enda hóf hann nú mái
sitt með þessum orðum. „Ég hef tölu-
vert af peningum meö höndum. Nafn
mitt er Lukas. Eruð þér.. .. “
Leonard Lyons
-—★
Sir Richard Francis Burton, land-
könnuður, rithöfundur og málagarp-
ur, er uppi var á 19. öld, fann til
löngunar til þess að reyna manndóm
sinn sem aðrir drengir. Það kom
snemma fram, að hann var mjög hug-
rakkur, en sjálfsstjórn var aftur á
móti sá eiginleiki, sem hann réð aldrei
fyllilega við.
Skilningur hans á eiginleika þess-
um var mjög sérstæður. Allt sitt
líf virðist hann hafa skilgreint þann
eiginleika á svipaðan hátt og hann
gerði, þegar hann lagði þolraun eina
fyrir sig á barnsaldri. Hann hafði
tekið sykurker og rjómakönnu í eld-
húsinu og sett hvort tveggja á borðið
fyrir framan sig. Hann girntist hvort
tveggja, en þetta voru honum for-
boðnir ávextir. Síðan spurði hann
sjálfan sig hátíðiega: „Bý ég yfir
nægu hugrekki til þess að iáta vera
að snerta þetta?“ Og strax og hann
var þess fullviss, að hann hefði stað-
izt freistinguna, launaði hann sjálf-
um sér ríkulega með því að tæma
bæði sykurker og rjómakönnu af
mikilli græðgi og gleði. Og að þol-
raun þessari lokinni var hann ætíð
í himnaskapi, fullur af rjóma, fullur
af sykri og fullur af trausti á sjálfs-
stjórn sinni.
Byron, Farwell Burton
----★
13 ára dóttir okkar hefur alltaf
verið mesti fjörkálfur og atazt í öllu
eins og strákur. Hér í hverfinu eru
strákarnir i miklum meirihluta, og
því lærði hún fljótlega fótbolta og
aðra strákaleiki. Sonur nágranna okk-
ar kvartaði yfir því um daginn, að
þá strákana vantaði einn strák í iið-
ið, svo að þeir gætu keppt. Þá spurði
móðir hans hann: „Nú, hvers vegna
fáið þið ekki hana Virginíu í liðið?
Nú, hún er ágæt í fótbolta, eða er
það ekki?“
„Sei, sei, jú,“ svaraði hann fyrir-
litlega, „en hún er bara að verða
stelpa!"
Jerry White